Starfsemi Lögmanna Suðurlandi má rekja allt aftur til ársins 1992. Í nær 30 ár hafa lögmenn stofunnar veitt lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl.
Þeir lögmenn sem starfandi eru á stofunni hafa flutt fjöldan allan af dómsmálum, fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti. Lögmenn Suðurlandi hafa því gríðarlega reynslu og sérþekkingu á hinum ýmsu réttarsviðum.
Lögmenn Suðurlandi leggja áherslu á að veita viðskiptavinum sínum fagmannlega og persónulega þjónustu. Til þess að fá nánari upplýsingar um almenna lögfræðiráðgjöf Lögmanna Suðurlandi má senda fyrirspurn á netfangið selfoss@log.is