480-2900

Kjarnholt iii 0, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 540788
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Kjarnholtum III, Bláskógabyggð 

Um er að ræða lögbýlið Karnholt III.  Á jörðinni er 302,6 fm einbýlishúsi auk hesthúss og salar sem sambyggður er hesthúsinu. Einstaklega stórfenglegt útsýni er frá jörðinni, upp til hálendisins, en þaðan sést einnig m.a. á Geysissvæðið.

Rekin ferðaþjónusta um árabil og er m.a  gistileyfi fyrir 24 gesti  í húsinu.  Búið er að skipuleggja lóðir fyrir 14 smáhýsi auk einbýlishúsalóðar á spildunni svo eignin býður upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu. Húsið og þjónustumiðstöð er talsvert uppgert á s.l. árum. Innbú og áhöld til rekstar fylgir utan persónulegra muna og listaverka.

Íbúðarhúsið, sem sem upphaflega var byggt  árið 1958, úr steinsteypu, er 302,6 m2 að stærð og er á þrem hæðum auk geymslulofts í risi.  Húsið er málað að utan og málað bárujárn á þaki, og lítur vel út.
 
Á neðstu hæðinni eru þrjú svefnherbergi og sturtu aðstaða. Á annari hæð eru tvö svefnherbergi, eldhús með öllum tækjum ásamt tveimur rúmgóðum stofum, nú einkum nýttar sem matsalir.  Á þriðju hæð eru fimm svefnherbergi og eitt baðherbergi. Gólfið á stigagangi og neðstu hæð er upprunalegi steinninn lakkaður, vandað parket er í herbergjum á annari og þriðju hæð. Flísar í eldhúsi og baðherbergjum á annari og þriðju hæð.
 
Vestan megin við húsið utandyra er hellulögð aðstaða með stórum heitapotti frá Trefjum. 
 
Hesthús og þjónustumiðstöð eru í sama húsi rétt við hlið íbúðarhússins, en það var reist 1960 en húsið er steypt einingarhús. Hesthúsið er 132,5 m2 en þjónustumiðstöðin 97,8 m2
 
Þjónustumiðstöðin inniheldur veitingasal, bar, tvö klósett og þvottahús með sturtuaðstöðu sem og rúmgóða geymslu. Hægt er að horfa inní hesthúsið úr veitingasalnum í gegnum glugga.
 
Skipulagsmál og fl.:
Jörðin er á skipulagi sem viðskipta og þjónustulóð. Heildar stærð lóðarinnar er 6,8 ha. Heimilt er að byggja allt að 14 smáhýsi á landinu samkvæmt samþykktu skipulagi. Malarvegur er að landinu frá þjóðvegi nr. 358, sem einnig er malarvegur að hluta. Jörðin er afgirt.

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasala - Skjalavinnsla í síma  845-9900, halli@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Einbýli
Stærð: 532 m2
Herbergi: 12
Svefnherbergi: 10
Baðherbergi: 3
Stofur: 2
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1958
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 45.070.000 kr.
Brunabótam: 110.850.000 kr.
Verð: 0 kr