480-2900

Hafnarskeið 21, Þorlákshöfn

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 512783
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Hafnarskeið 21
Um er að ræða 347,5 m2 atvinnuhúsnæði að Hafnarskeiði 21 í Þorlákshöfn. Húsið er upphaflega byggt árið 1976 en byggt var við það árin 1995 og 2004 að sögn eiganda. Húsið er byggt úr steinsteypu og að utan er það múrað og málað. Bárujárn er á þaki. Plastgluggar eru í húsinu  að framanverðu og eru þeir í ágætu ástandi. Frambygging hússins er á einni hæð en bygging bakatil er á tveimur hæðum. Í frambyggingunni er skrifstofa, kaffistofa og starfsmannaaðstaða auk þess sem fullvinnslu og pökkunarsalur er þar.  Á neðri hæð hinnar byggingannar eru vinnslurými, þurrkklefar og lagerar en á efri hæðinni eru blásararými og kaffistofa. Innkeyrsluhurð er á vesturgafli hússins. Í húsinu hefur verið rekin hausaþurrkun um árabil. Húsin eru sambyggð húsi nr. 23 við Hafnarskeið en það er í eigu annars aðila. Forkaupsréttur er um eignina og á Hafnarstjórn Landshafnar forkaupsréttinn.
Lóðin er samkvæmt Þjóðskrá 1.122,7 fm. að stærð.  Lóðin er leigulóð frá sveitarfélaginu Ölfusi og er til 50 ára frá 01.09.1990. Lóðin er staðsett á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn. Malbikuð bílaplön eru við húsið.

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Atvinnuhús.
Stærð: 347 m2
Herbergi: 0
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1976
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 31.200.000 kr.
Brunabótam: 82.250.000 kr.
Verð: 35.000.000 kr