480-2900

Mosamói 10, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 509396
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Mosamói 10, Grímsnes og Grafningshreppi

Um er að ræða vandað  237,7 fm. steinsteypt frístundarhús sem skiptist í 86,3 fm. íbúðarhús, 30 fm. gestahús og 121,4 fm. vinnurými í kjallara. Húsið stendur á 10.000 fermetra eignarlóð að Mosamóa í landi Þórisstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Einungis um klukkustundar akstur er frá höfuðborgarsvæðinu og u.þ.b. hálftíma akstur á Selfoss. Þá er örstutt frá húsinu í Reykholt í Biskupstungum þar sem alla helstu þjónustu er að finna sem og í Skálholti og Laugarás. Góð útivistarsvæði eru í nágrenninu, stutt í veiði, sundlaugar og golf. Þá liggur staðsetninginn vel við Gullna hringnum og þjóðgarðinum á Þingvöllum sem býður upp á góða möguleika á því að leigja húsið út til ferðamanna.
Húsið er  einangrað að innan og utan og klætt með viðhaldsléttri klæðningu. Hringinn í kringum bæði húsin er rúmlega 134 fm. timburverönd á steyptum stöplum. Vandaðar gegnheilar viðarhurðir í öllum dyrum.

Íbúðarhúsið er tvö rúmgóð og björt herbergi með stórum gluggum, stór og björt stofa/borðstofa með útsýni til fjalla og  fallegri kamínu og dyrum út á pall, eldhús samliggjandi stofu með góðri innréttingu með stórum ísskáp, veggofni, gaseldavél og uppþvottavél, baðherbergi með sturtu og útgengi á verönd að heita pottinum.  Gengið er af verönd í þvottahúsið sem er með rúmgóðri viðarinnréttingu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Granít flísar eru á öllum gólfum og gólfhiti í öllum rýmum. Gestahúsið er  fokhelt að innan með tvennum dyrum og stórum gluggum. Gert ráð fyrir einu eða tveimur svefnherbergjum og baðherbergi. Kominn gólfhiti í húsið. Í kjallaranum er 
stórt og opið vinnurými með aukinni lofthæð, sem notað hefur verið sem smíðaverkstæði. Stórir gluggar með opnalegum fögum. Fjöldi rafmagnstengla.  Innkeyrsludyr.  Innaf vinnurými er rúmgott svefnherbergi með baðherbergi með sturtu og eldhúskrók með vandaðri innréttingu. Granít flísar á gólfum. Gólfhiti í öllum rýmum í kjallara sem er hálfniðurgrafinn.
Umhverfis húsið  er  timburverönd sem stendur steyptum stöplum . Á veröndinni er heitur pottur undir skyggni með fallegu útsýni til Hestfjalls. Tvennar tröppur eru upp á veröndina
Landið er þýft með næringaríkum jarðvegi sem gerir skógrækt auðvelda. Búið er að planta öspum á lóðarmörkum auk birki- , reyni og grenitrjá í landinu. Við innganginn að íbúðarhúsinu er rúmgott hringtorg sem gerir aðgengi á bílum mjög gott. Þá er breiður vegur að húsinu og innkeyrslan að vinnurými kjallara er einnig breið þannig að auðvelt er að koma t.d. vélsleðum og ferðavögnum í geymslurými. Fyrir utan girðingu er bílastæði fyrir allt að 3 bíla.

 

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Sumarhús
Stærð: 237 m2
Herbergi: 3
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2011
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 23.550.000 kr.
Brunabótam: 0 kr.
Verð: 55.000.000 kr