480-2900

Útey 2, Laugarvatn

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 504590
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Útey 2 lóð, Bláskógabyggð

Um er að ræða 48,7 fm sumarbústað á 5.440 fm á fallegri leigulóð í
skipulögðu sumarbústaðahverfi.  Séð er út á vatnið og heim að
skólahúsunum á Laugarvatni og er húsið timbri klætt með rásuðum
krossvið, byggt árið 1989. Ágæt verönd úr timbri er hringinn í kring um
allt húsið og stigar niður á tvo vegu. Á þaki er trapisujárn.  
Vindskeiðar endurnýjaðar í maí sl. Húsið stendur á tjörguðum
timburstaurum.  Að innan er húsið panilklætt og nýtt harðviðarparket er
á gólfum.  Ný eldhúsinnrétting (neðri skápar) með nýju helluborði með
fjórum hellum.   Þrjú herbergi eru í húsinu en þar af er eitt fremur
lítið, geymsla við andyri og auk þess er svefnloft yfir stórum hluta
hússins.  Timburstigi er upp á loftið.  Salerni er í húsinu.  Ekki er
hitaveita á svæðinu og ekki heitt neysluvatn.    Húsið er upphitað með
rafmagnsþilofnum. Sumarhúsafélag er á svæðinu.
Eignin er laus strax og verður sýnd eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Sumarhús
Stærð: 48 m2
Herbergi: 0
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1989
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 16.700.000 kr.
Brunabótam: 16.600.000 kr.
Verð: 17.900.000 kr