480-2900

Kvistabær 0, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 502316
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Garðyrkjustöðin Kvistar í Reykholti, Bláskógabyggð.


Miklir möguleikar.


Garðyrkjustöðin Kvistar er í Reykholti.  100 km frá Reykjavík.  Garðyrkjustöðin  Kvistar var stofnuð árið 2000. Framleiðsla eru skógarplöntur í fjölpottabökkum.  Garðyrkjustöðin stendur á 4,4 ha eignarlóð við Biskupstungnabraut. Hitaveita er á svæðinu.  Garðyrkjustöðin á vatnsréttindi 1,5 sek. lítra í Bláskógaveitu. Vatnið er 95-98 gráður

Garðyrkjustöðin hefur frá upphafi framleitt plöntur fyrir Landshlutabundnu skógræktarverkefnin.  Í dag eru samningar um plöntuframleiðslu fyrir Skógræktina, Hekluskóga og Kolvið. Stöðin hefur sérhæft sig í framleiðslu skógarplantna og plantna í sumarbústaðalönd.

Garðyrkjustöðin saman stendur af íbúðar- og  pökkunarhúsi, þremur gróðurhúsum á steyptum súlum, 1 plasttunnelgróðurhúsi og ca 5.000 m2 malarbornum plöntuplönum.  Í heildina eru gróðurhúsin 1.934 m2.  Tölvustýring er á hita, loftun og vökvun (áburðarvökvun) í gróðurhúsunum.  Tölvustýrð vökvunarbóma er yfir 2.000 m2 plöntuplan.

Íbúðar og pökkunarhús.
Húsið er innflutt bjálkahús frá Eistalandi byggt árið 2000.  Húsið er 310 fm að stærð. Húsið er klætt að hluta með liggjandi bjálkaklæðningu.  Að innan skiptist húsið í pökkunarsal með geymslulofti og íbúðarrými. Í íbúðarrýminu sem er á tveimur hæðum eru fjörgur herbergi, skrifstofa, eldhús og baðherbergi og geymslu. Í eldhúsi er furuinnrétting. Á baði er furuinnrétting, sturta og wc. Í pökkunarsalnum er epoxý á gólfi, kælir og snyrting með tengi fyrir þvottavél. Bakkafyllingavél og moldartætari frá BCC er í pökkunarsal og fylgir með í kaupunum. 

Staðsetning:
100 km frá Reykjavík.  Keyrt er upp Grímsnesið áleiðis að Geysi, Garðyrkjustöðin er í Reykholti, þá komið að skilti við þjóðveginn sem vísar á garðyrkjustöðina.


 

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Lóð
Stærð: 46116 m2
Herbergi: 0
Svefnherbergi: 6
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 0
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 59.285.000 kr.
Brunabótam: 206.450.000 kr.
Verð: 155.000.000 kr