480-2900

Hólakot 0, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 499870
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Hólakot, Hrunamannahreppi.
Jörðin er alls um 250 ha en víðsýnt er frá jörðinni og stór hluti jarðarinnar gott ræktunarland.  Veiðihlunnindi í Stóru-Laxá en þau eru leigð út.   Malarnám til heimilisnota.  Af heildarstærð jarðarinnar er ræktað land um 30 ha,auk þess eru tvö flög sem eftir er að sá í, stærð þeirra samtals eru um 8 ha.  Mýri og mólendi sem eru framræst og fullgróin eru um 125 ha áreyrar og annað minna gróið land eru 87 ha. 

Íbúðarhús byggt úr steinsteypu árið 1963 það er á tveimur hæðum alls 178,1 fm.  Steypt plata er á milli hæða.  Steyptur stigi milli hæða.  Húsið er múrað að utan.  Bárujárn er á þaki.  Nýlegar utanáliggjandi miðstöðvarlagnir.  Ofnar með danfoss krönum.  Húsið er upphitað með hitaveitu.   Gluggar og gler  upprunalegt að hluta komið að viðhaldi.   Forstofa/bakinngangur er flísalagður.  Þvottahús og búr er innaf forstofu.   Aðalinngangur hefur verið aflagður.  Stofa, gangur og tvö herbergi á neðri hæð eru með plastparketi.  Baðherbergi hefur verið endurnýjað það er flísalagt þar er innrétting, upphengt salerni og sturta.   Efri hæð Baðherbergi er dúklagt þar er sturta.  Neysluvatn á baðherbergi hefur verið endurnýjað.   Eldhús er á efri hæð þar er hvít/beyki innrétting og gólf dúklagt.  Þrjú svefnherbergi öll dúklögð.  Stofa er dúklögð.  Ljósleiðari er kominn inn í hús. 


Skammt frá íbúðarhúsinu eru sambyggð útihús þ.e.  hesthús, hlaða, geymsla.  Elsti hlutinn er byggður 1932 en sá yngsti er byggður 1971.  Geymslan er gamla íbúðarhúsið en það er steypt og hefur verið notuð sem geymsla.  Hlaðan er 211,2 fm byggð árið 1971 úr steinsteypu með bárujárnklæddu timburþaki.  Vegghæð í hlöðunni er um 5 m.  Hesthúsið er byggt 1930 og er það 85,6 fm.  Við húsin eru gerði fyrir hross.  

Neðan við veg er 50,0 fm braggi  byggður 1948 og geymsla byggð 1948 sem er 80, fm. 

 

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Lóð
Stærð: 65535 m2
Herbergi: 0
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 2
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 0
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 40.259.000 kr.
Brunabótam: 89.080.000 kr.
Verð: 0 kr