480-2900

Galtalækur 0, Hella

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 494677
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Galtalækur  Í Landsveit, Rangárþingi ytra.
Jörðin Galtalækur er staðsett efst í Landsveit í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra.  Samkvæmt yfirlitsmynd er stærð landsins talin vera um 1.050 hektarar.  Landið liggur beggja vegna Landvegar.  Sá hluti landsins sem liggur sunnan vegar er að mestu gróinn og að hluta til tún.  Þetta land liggur að Ytri-Rangá og vatnsmikill lækur (Galtalækur) rennur um það.  Einnig rennur Vatnagarðslækur á suðurmörkum landsins.  Þetta landsvæði er afar fallegt og að hluta til skógi vaxið.  Land norðan vegar er gróið valllendi næst veginum og svo víðáttumikið hraun sem liggur allt norður að Þjórsá ofan við Þjófafoss.  Jörðinni fylgir upprekstarréttur á Landmannaafrétti og hálfur veiðiréttur í Veiðivötnum.  Þarna er einkar fallegt útsýni m.a. til Heklu og Búrfells.

Á jörðinni er all nokkur húsakostur, svo sem einbýlishús, fjós og fjárhús. Íbúðarhúsið er í mjög lélegu ástandi og útihúsin komin á tíma hvað varðar viðhald.  Einnig fylgir 50% hluti í vélaskemmu sem er á hlaðinu við íbúðarhúsið

Veiturafmagn er komið heim á hlað en er ekki tengt við húsin.

Væntanlegum kaupanda er bent á að seljandi hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem kemur fram í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang að fyrirlögðum gögnum til þess. Eignin selst í því ástandi sem hún er í við skoðun á tilboðsdegi og kaupandi hefur kynnt sér gaumgæfilega og sættir sig við að öllu leyti.

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Lóð
Stærð: 65535 m2
Herbergi: 0
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 0
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 36.784.000 kr.
Brunabótam: 126.626.000 kr.
Verð: 59.900.000 kr