480-2900

Mjósyndi 0, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 482993
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Mjósyndi, Flóahreppi.
Um er að ræða jörðina Mjósyndi en hún er talin vera um 80,2 ha. auk þess eru um 43,5 ha. af söndum sem hafa verið að gróa upp.  Ræktað land er um 25 ha.  Ljósleiðari er kominn.  Vegur heim að jörðinni er malbikaður.  Kalt vatn úr samveitu. Umhverfi jarðarinnar og hús á henni eru mjög snyrtileg og vel við haldið.  Veiðiréttindi í Þjórsá.  Land jarðarinnar hentar vel til garðræktar en undanfarin u.þ.b. 70 ár hafa verið ræktaðar karftöflur á jörðinni. 
  
Íbúðarhús
Um er að ræða snyrtilegt og vel við haldið hús sem er 157,2 fm, byggt árið 1968 úr steinsteypu. Húsið er á einni hæð með valmaþaki.  Þak var endurnýjað um 2007, þá var einangrun aukin.  Húsið er klætt að utan með lituðu bárujárni.  Gluggar og gler í ágætu ástandi.  Húsið er upphitað með þilofnum.  Rafmagnshitakútur fyrir neysluvatn. Forstofa er flísalögð.  Þvottahús er flísalagt. Eldhús er flísalagt þar er nýleg innrétting. Búr er innaf eldhúsi.  Stofan er stór en sólstofu sem var byggð við húsið hefur verið breytt í stofu.  Gólf eru með nýlegu harðparketi.  Fjögur svefnherbergi öll með harðparketi.  Baðherbergi er flíslagt í hólf og gólf þar er upphengt salerni, sturtuklefi og innrétting.
           
Útihús
13 01 01 Véla/verkfærageymsla byggð árið 1979 sem er 185,0 fm.  Skemman er stálgrindahús klædd með masonetti og lituðu járni.  Skemman er óeinangruð.  Steypt gólfplata.  Innkeyrsluhurð á stafni.
14 01 01 Fjós með áburðarkjallara byggt árið 1984 sem er 354,0 fm.  Fjósið er steypt, einangrað að utan og klætt með járni.  Bárujárn er á þaki.  Haughús er undir stærstum hluta hússins en ekki þar sem mjaltabás var.  Nýlegir fjósbitar eru í gólfum.  Hluta hússins hefur verið breytt í garðávaxtageymslu. 
15 01 01 Hlaða sambyggð fjósinu er byggð 1980 og er hún 200,0 fm.  Hún er óeinangruð.  Innkeyrsluhurð er á stafni.  Gólf eru steypt. 
12 01 01 Garðávaxtageymsla byggð árið 1973 sem er 135,0 fm.  Húsið er steinsteypt, jarðvegur liggur að því á þrjá vegu. 
17 Garðávaxtageymsla byggð árið 2001 sem er 99,0 fm er sambyggð matshluta 12 01 01.  Þessi hluti er stálgrindahús á steyptum sökkli með steypta plötu.  Húsið er einangrað og klætt með lituðu járni. Innkeyrsluhurð á stafni.
 

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Lóð
Stærð: 65535 m2
Herbergi: 6
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 0
Stofur: 2
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1968
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 63.802.000 kr.
Brunabótam: 139.430.000 kr.
Verð: 87.000.000 kr