480-2900

Garðyrkjustöðin kvistar 0, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 478984
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Garðyrkjustöðin Kvistar í Reykholti, Bláskógabyggð.

Mögulegt að kaupa að eingöngu fasteignirnar eða fyrirtækið í heild. 

Miklir möguleikar.


Garðyrkjustöðin Kvistar er í Reykholti.  100 km frá Reykjavík.  Garðyrkjustöðin var stofnuð árið 2000 og voru þá eingöngu framleiddar skógarplöntur í fjölpottabökkum. Í dag eru framleiddar ýmsar tegundir garð- og skógarplantna, ýmist ungplöntur í bökkum eða eldri plöntur í pottum.  Gróðrastöðin stendur á 4,4 ha eignarlóð við Biskupstungnabraut. Hitaveita er á svæðinu. Garðyrkjustöðin á vatnsréttindi 1,5 sek. lítra í  Bláskógaveitu. Vatnið er 95-98°

Garðyrkjustöðin hefur frá upphafi framleitt plöntur fyrir Landshlutabundnu skógræktarverkefnin og er með nýjan samning við skóræktina þess efnis. Meðal verkefna eru s.s. Suðurlandsskóga, Vesturlandsskóga og Hekluskóga. Stöðin hefur sérhæft sig í framleiðslu skógarplantna og plantnta í sumarbústaðalönd.

Garðyrkjustöðin saman stendur af  íbúðar og pökkunarhúsi, 3 gróðurhúsum á steyptum súlum og 9 plasttunnelgróðurhúsum. Í heildina eru gróðurhúsin ca. 2.966 fm að stærð.   

Gróðurhús:
Gróðurhúsin sem eru á steyptum súlum eru 1.806 fm að stærð í heildina. Eitt húsið er byggt 2002 en hin tvö árið 2008. Báruplast er í göflum en plastdúkur er í þekjum. Tölvustýrð vökvun, loftun og hiti er í húsunum.  

Íbúðar og pökkunarhús.
Húsið er innflutt bjálkahús frá Eistalandi byggt árið 2000.  Húsið er 310 fm að stærð. Húsið er klætt að hluta með liggjandi bjálkaklæðningu.  Að innan skiptist húsið í pökkunarsal með geymslulofti og íbúðarrými. Í íbúðarrýminu sem er á tveimur hæðum eru fjörgur herbergi, skrifstofa, eldhús og baðherbergi og geymslu. Í eldhúsi er furuinnrétting. Á baði er furuinnrétting, sturta og wc. Í pökkunarsalnum er epoxý á gólfi, kælir og snyrting með tengi fyrir þvottavél. Bakkafyllingavél og moldartætari frá BCC er í pökkunarsal og fylgir með í kaupunum. 

Staðsetning:
100 km frá Reykjavík.  Keyrt er upp Grímsnesið áleiðis að Geysi, Garðyrkjustöðin er í Reykholti, þá komið að skilti við þjóðveginn sem vísar á garðyrkjustöðina.


 

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Lóð
Stærð: 46116 m2
Herbergi: 0
Svefnherbergi: 6
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 0
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 59.285.000 kr.
Brunabótam: 204.600.000 kr.
Verð: 0 kr