480-2900

Krókur 0, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 474846
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Krókur í Bláskógabyggð. Bújörð í rekstri
Um er að ræða jörðina Krók landeignanúmer L167135 sem er skv. upplýsingum eiganda um 140 ha. Heildarstærð ræktað lands er  um 50 ha. Hluti landsins er ekki samliggjandi en inni í heildarstærðinni eru tvær spildur.  Annarsvegar Lambhúskot landnr. L179932 sem er 34,6 ha. og hinsvegar Galtalækur lóð landnr. L167091 sem er 4 ha. Hluti af landi jarðarinnar er töluvert blautur. Girðingar  eru á landarmörkum.  Hitaveita er frá Reykholti. 3ja fasa rafmagn er á jörðinni.  Veiðihlunnindi eru í Tungufljóti og Hvítá. Bæjarstæðið er rétt við Tungufljót á góðum útsýnisstað. Kúabúskapur er stundaður á jörðinni og er um 183 þús. Ltr. mjólkurkvóti á henni. Mjólkurkýrnar eru 35.
Íbúðarhúsið er í heildina 223,4 m2, byggt árið 1962 úr steinsteypu. Húsið er klætt að utan með álklæðningu á þremur hliðum en múrað og málað á einni hlið.   Bárujárn er á þaki.  Gluggar eru að mestu upprunalegir og gler í ágætu ástandi. Húsið er kjallari hæð og ris.  Í risinu eru þrjú svefnherbergi og geymsla auk stigapalls.  Dúkar eru á gólfum á herberjunum en stigapallur og geymsla er án gólfefna.  Á hæðinni eru eldhús, baðherbergi, stofa, forstofa, búr og bakinngangur.  Einnig liggur stigi niður í kjallarann af litum gangi við eldhúsið.  Í eldhúsinu er nýleg hvít innrétting og korkflísar á gólfi.  Plastparket er á gólfum í holi og stofu. Stigi upp í risið liggur úr holinu. Baðherbergið er nýlega uppgert og þar eru flísar á gólfi, hvít innrétting og upphengt wc.  Steyptur stigi liggur niður í kjallarann. Í kjallaranum eru þrjú hebergi, þvottahús og snyrting.  Snyrtinguna þarf að laga.  Sérinngangur er einnig í kjallarann.
Útihús
Fjós matshlutar 040101, 180101 og 19
Um er að ræða tvö hús sem eru sambyggð.  Byggð úr steinsteypu, annað árið 1965 og hitt árið 1973.  Í annari byggingunni eru 38 básar fyrir kýr, mjólkurhús og mjaltabás með biðstöðurými.  Í hinni byggingunni er uppeldisaðstaða fyrir nautgripi.  Haughús er undir báðum byggingum en komið er að því að laga þurfi bita undir eldra fjósinu. 

Hlaða matshluti 160101
Til hliðar við fjósbyggingarnar er hlaða sem er stálgrindarhús  á steyptum sökkli sem klætt er með bárujárni.  Lítur vel út. Hlaðan er óeinangruð
 
Hlaða matshluti 070101
Steinsteypt hús sem stendur nokkuð frá öðrum húsum á bænum áfast við þetta hús var bogaskemma matshluti 100101 en hún hefur verið rifin.  Hús þetta er í lélegu ásigkomulagi.

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Lóð
Stærð: 65535 m2
Herbergi: 5
Svefnherbergi: 5
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 0
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 54.446.000 kr.
Brunabótam: 160.243.000 kr.
Verð: 140.000.000 kr