480-2900

Furugrund 28, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 474168
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

LÖGMENN SUÐURLANDI kynna í einkasölu 

Furugrund 28, Selfossi


Um er að ræða vel staðsett 193,5 m²  einbýlishús, þar af er tvöfaldur sambyggður bílskúr 49,0  m².  Húsið er uppsteypt og byggt árið 1998 og er múrað að utan með STO  klæðningu en bárujárn er á þaki. Dúkur er á þaki á tengibyggingu á milli bílskúr og íbúðar.  Að innan er húsið þrjú svefnherbergi, stofa, hol, eldhús, baðherbergi, forstofa, forstofusnyrting og þvottahús.  Parket er á gólfum í herbergjum, stofu og holi en flísar á öðrum gólfum.  Í eldhúsinu sem er rúmgott er innrétting frá AXIS.  Á baðinu er hvít innrétting, hornbaðker, sturta og handklæðaofn.  Arinn er í stofunni.  Útgengt er úr stofunni á verönd.  Fataskápar eru öllum herbergjunum. Útgengt er einnig úr þvottahúsi á verönd á baklóð.
Bílskúrinn er 49 m², tvöfaldur  og er sambyggður húsinu.  Innkeyrsluhurðirnar eru álflekahurðir og  með rafmagnsopnari er á þeim báðum. Útgengt er úr bílskúr á verönd á baklóð.

Innkeyrslan er með möl en hellulögð stétt er að húsinu.  Sólpallur með skjólveggjum er framan við og til hliðar við húsið.  Á pallinum er heitur pottur.  Við húsið stendur geymsluskúr. Lóðin er vel gróin.

Flott eign á besta stað. Getum sýnt eignina með stuttum fyrirvara.

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is
 

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Einbýli
Stærð: 193 m2
Herbergi: 4
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 3
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1998
Bílskúr/skýli: 1
Fasteignamat: 51.200.000 kr.
Brunabótam: 59.100.000 kr.
Verð: 64.900.000 kr