480-2900

Eyravegur 38, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 471712
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Eyravegur 38
Um er að ræða nýjar íbúðir í vel staðsettu lyftuhúsi á Selfossi. Upprunalega er húsið sjálft  byggt árið 2007 en íbúðirnar sem um ræðir eru allar nýjar. 
Húsið er steinsteypt og steinað að utan en þak er flatt klætt með tvöföldu lagi af pappa. Gluggar eru úr  ál/tré. Lóðin er öll malbikuð og frágengin. Sameign er mjög snyrtileg og fullfrágengin. Sameiginleg hjóla/vagnageymsla er á fyrstu hæð, sameign er öll flísalögð sem og stigahús á milli hæða. Lyfta er í húsinu. Eignarskiptasamningur er klár.

Íbúðirnar eru níu á annarri hæð og fjórar á þriðju hæð hússins og eru frá 59,3m2 til 90,2m2.  Stórar þaksvalir fylgja öllum íbúðum á þriðju hæð. Íbúðirnar afhendast  fullbúnar við kaupsamning.

Fallegar hvítar innréttingar og fataskápar eru í öllum íbúðum, flísar og parket er á gólfum. Baðherbergi eru flísalögð og er gólfsturta í þeim. Skipulag íbúðanna er gott og íbúðirnar  bjartar og skemmtilegar. Aukin lofthæð er í íbúðunum eða um 2,7m2 á annarri hæð,  2,9m á þeirri þriðju og innfelld lýsing er í loftum. Í hverri íbúð er dyrasími með myndavél.

Íbúð 204 er alls 77,9m2 að stærð og skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús.

Íbúð 208 er alls 61,6m2 að stærð og skiptist í forstofu, 1 svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús sem eru í opnu og rúmgóðu rými. Úr sjónvarpsholi/stofu er útgengt á svalir.
 
Íbúð 303 er alls 90,2m2 að stærð og skiptist í forstofu, baðherbergi, 3 svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús sem eru í opnu og rúmgóðu rými. Í stofu er útgengt á um 90m2 þaksvalir sem eru klæddar með soðnum dúk og er hellulagt yfir. Gott útsýni er frá svölunum en þær eru umluktar glerskjólveggjum.

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Fjölbýli
Stærð: 61 m2
Herbergi: 2
Svefnherbergi: 1
Baðherbergi: 0
Stofur: 1
Inngangur: Sameiginlegur
Byggingaár: 2007
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 22.150.000 kr.
Brunabótam: 23.300.000 kr.
Verð: 25.900.000 kr