480-2900

Tóftir 0, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 470403
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Tóftir Sveitarfélaginu Árborg. 
Um er að ræða jörðina Tóftir sem er talin vera um 240 ha. Ræktað land er um 80 ha.
Íbúðarhús:
Íbúðarhús er 112,0fm á einni hæð. Húsið er timburhús, byggt árið 1977 og er klætt að utan með bárujárni. Bárujárn er einnig á þaki. Klæðning hússins sem og gluggar og gler eru frá því um árið 2003, en þá var húsið einnig einangrað að utan Að innan er húsið fjögur herbergi, forstofa, stofa, eldhús og bað. Lítið búr er innaf eldhúsinu. Flísar eru á öllum gólfum utan tveggja herbergja en þar er plastparket á gólfum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Innihurðir eru upprunalegar. Í eldhúsinu er eikarspónlögð innrétting og eins í búrinu. Húsið er kynt með rafmagni.
Útihús eru:
Fjós sem er 415,3 fm  byggt árið 1980. Í fjósinu eru 36 legubásar auk lausagöngu fyrir kálfa í uppeldi. Haughús er undir fjósinu. Mjaltagryfja. Í kjallara fjóssins er geymslurými. 
Hlaða sem byggð var árið 1930 og er hún 127,3 fm . Fjós sem byggt var árið 1960 er tengt hlöðunni. Hús þessi eru bæði orðin frekar lúin. Hlaðan er hlaðin úr holsteini og fjósið einnig. Braggi sem byggður var árið 1987 og er 210 fm. Bragginn er  óeinangraður. Votheysturn sem byggður var árið 1988. Enginn framleiðsluréttur fylgir jörðinni. 

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hinar seldu eignir í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eignunum og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand þeirra og til að afla sér frekari upplýsinga um ástand mannvirkja, stærðir, legu lands, landamerki, hlunnindi og kvaðir. Seljandi veitir kaupanda allan nauðsynlegan aðgang til að meta og skoða hinar seldu eignir. Kaupverð tekur mið af ástandi eignanna sem seljast í því ástandi sem þær voru í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.
 
 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Lóð
Stærð: 65535 m2
Herbergi: 5
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 0
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1977
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 52.745.000 kr.
Brunabótam: 142.200.000 kr.
Verð: 80.000.000 kr