480-2900

Víkurbarmur 36, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 468395
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Víkurbarmur 36, Grímsnes og Grafningshreppi
Um er að ræða gott 70 fm. sumarhús ásamt 13,3 fm baðhúsi og 15,7 fm. svefnskála/gestahúsi, samtals 99,0 fm.,sem staðsett er á góðum stað í Grímsnes og Grafningshreppi.    Húsið er timburhús, byggt árið 1987 en byggt var við það árið 2008.  Að utan er húsið klætt með standandi timburklæðningu en plekeljárn er á þaki.  Að innan er húsið tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa, rúmgóð borðstofa, eldhúskrókur, baðherbergi og forstofa. Spónaparket er á öllum gólfum og bústaðurinn er allur panilklæddur að innan.  Í eldhúskróknum er furuinnrétting.  Upptekið loft er í stofu, borðstofu og eldhúsi. Á baðinu er sturtuklefi, vaskur og wc.  Kamína er í húsinu og útgengt er úr borðstofu á sólpall við húsið. Við húsið er baðhús þar sem er vönduð sauna.  Á hinni hlið baðhússins er geymsla.  Gestahúsið er með hjónarúmi og tvíbreiðri koju.  Snyrting er í gestahúsinu og þar er vaskur og wc.  Áfast gestahúsinu er baðherbergi þar sem er sturta.  Sólpallur við húsið er stór og á honum er nýr heitur pottur. Allt innbú utan persónulegra muna getur fylgt.  Lóðin er 9.000 fm eignarlóð úr landi Ásgarðs og er vel gróin birkikjarri.  Mögulegt er að fá lóðina við hliðina keypta líka ef vill.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Sumarhús
Stærð: 99 m2
Herbergi: 3
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1987
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 37.650.000 kr.
Brunabótam: 37.760.000 kr.
Verð: 29.800.000 kr