480-2900

Básahraun 6, Þorlákshöfn

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 467092
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Básahraun 6, Þorlákshöfn
Um er að ræða steinsteypt 142.9 fm einbýlishús ásamt 56,8 fm sambyggðum bílskúr. Húsið er staðsett innst í botnlanga.  Malbikuð innkeyrsla.  Steypt stétt að húsinu.  Aftan við hús er rúmlega 40 fm timburverönd með skjólveggjum og heitum potti.   Nýbúið er að endurnýja innihurðir, nýtt harðparket er á gólfum og gólflistar.  Harðparket er á gólfum í herbergjum gangi, eldhúsi og stofu. Nýbúið er að endurnýja rofa og tengla.  Forstofa flísalögð með lausum skáp.  Geymsla er innaf forstofu sem er skv. teikningu forstofusalerni.  Forstofuherbergi.  Baðherbergi er flísalagt þar er nýleg innrétting, baðkar og sturta.  Hjónaherbergi er með nýlegum skápum.  Tvö barnaherbergi. Eldhús er með hvítmálaðri upprunalegri innréttingu.  Þvottahús er flísalagt þar er jafnframt bakinngangur með útgengi á verönd. Búr er innaf eldhúsi og er það flísalagt.  Stofan er rúmgóð.  Húsið er múrað og nýmálað að utan.  Bárujárn er á þaki. Búið er að endurnýja neysluvatnslagnir.  Gler er komið á tíma sem og hluti glugga.  Bílskúrinn er rúmgóður með geymslulofti yfir hluta.  Bílskúrshurð er vængjahurð. Garður er gróinn. 

Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 

 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Einbýli
Stærð: 199 m2
Herbergi: 6
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1980
Bílskúr/skýli: 1
Fasteignamat: 32.350.000 kr.
Brunabótam: 60.400.000 kr.
Verð: 45.900.000 kr