480-2900

Hótel borealis 0, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 464428
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Hótel Borealis, Grímsnes- og Grafningshreppi. 

Einstakt tækifæri í ferðaþjónustu ! 

Hótel Borealis í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið er 36 ha að stærð auk 38 herbergja hótels, einbýlishús/villa og veitingahúss í fullum rekstri auk þess er vinsæl veislu- og fundaaðstaða í uppgerðri hlöðu!  Hótelið er staðsett í 10 mínútna akstri frá Þingvöllum. 

Hótelið er með fasta samninga við fyrirtæki á svæðinu um veitingaþjónustu. 

Hótel byggingin og móttakan er 508 m2  að stærð, byggð úr timbri árið 1995, en byggt var við húsið 191,5 m2 veitingasal með fullbúnu eldhúsi árið 1998.  Húsið er klætt að utan með steni en bárujárn er á þaki. Þegar komið er inní aðalbygginguna er komið í móttöku, innaf móttökunni er setustofa. Samtengd henni er veitingasalur. Í matsalnum er pláss er fyrir 70 manns í sæti.  Tvær snyrtingar eru fyrir hvort kyn. Fullbúið veitingaeldhús er innaf salnum.  Öll gólf í veitingasalnum eru parketlögð en gólf í eldhúsi eru flísalögð.

Í aðalbyggingunni eru 14 tveggja manna herbergi. Öll herbergin hafa sér baðherbergi. Plastparket er á gólfum. Baðherbergin eru dúklögð, með sturtu, wc og vaski. Herbergjagangurinn er plastparketlagður.  Við enda herbergjagangsins er verönd með heitum potti. 

Gistihúsin eru þrjú.
Hvert gistihús er 51,8 m2 að stærð og byggð árið 1998. Í hverju gistihúsi eru tvær stúdíó íbúðir. Húsin eru klædd að utan með steni og bárujárn er á þaki. Sér baðherbergi og sér inngangur er í hverju herbergi. Plastparket er á herbergjum. Á baðherbergjum er sturta, upphengt wc og vaskur með skáp en dúkur er á gólfi. Eldhús aðstaða er í hverju herbergi. 
 
Brúarholt:
Um er að ræða 146,2 m2 íbúðarhús byggt árið 1964. Húsið er byggt úr steinsteypu en er nýlega klætt að utan með standandi timburklæðningu og litað járn er á þaki. Að innan er skiptist eignin í fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi og sameiginlegt alrými með eldhússaðstöðu.  Baðherbergin eru flísalögð með sturtu, vaski og wc. Plastparket er á gólfum í húsinu. Útgengt er úr alrými á verönd. 
 
Sigtún: 
Um er að ræða 137,3 m2 íbúðarhús byggt árið 1998. Húsið er steinsteypt og allt klætt að utan með steni en bárujárn er á þaki. Að innan skiptist eignin í forstofu, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasalerni, og þvottahús.  Parket er á öllum gólfum nema votrýmum þar eru flísar. Í eldhúsi er eldri hvít innrétting m/eyju. Baðherbergið er flísalagt baðkari, wc og innréttingu. Nýlegir plastgluggar eru í húsinu. Útgengt er úr eldhúsi á verönd.  
 
Brúarholt II
Um er að ræða 305,5 m2 steinsteypt hús á tveimur hæðum sem var tekið í gegn árið 2017 og breytt í 13 stúdíó herbergi, tvö þriggja manna herbergi og ellefu tveggja manna herbergi, hvert með sér inngang og baðherbergi. Harðparket er á gólfi í alrými en flísar eru á baðherbergi. Á hverju baðherbergi er sturta, wc og vaskur.

Hlaða/veislusalur
Um er að ræða útihús sem voru byggð á árunum 1958-1960 og eru ca. 542 m2 að stærð. Hlaðan og hesthúsið er innréttað sem veitingasalur með framreiðslueldhúsi.  Húsið er klætt að utan með standandi timburklæðningu en bárujárn er á þaki. Þegar komið er inní húsið er stórt anddyri, þar innaf eru snyrtingar  fyrir hvort kyn. Samtengt anddyrinu eru tveir veitingasalir sem taka 180 manns í sæti. Í kjallara hússins er setustofa.  Húsið hefur verið gríðarlega vinsælt fyrir brúðkaupsveislur. 

Stórt land með mikla möguleika!

Lóðin næst hótelinu er með malarbornu bílastæði. Lóð sem liggur milli herbergjaálmanna er með hellulögðum stéttum á milli húsa. Timburverandir eru við húsin. Húsin eru upphituð með hitaveitu.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi.
Árni Hilmar Bigisson, Aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Atvinnuhús.
Stærð: 5570 m2
Herbergi: 38
Svefnherbergi: 38
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 0
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 200.324.000 kr.
Brunabótam: 671.350.000 kr.
Verð: 0 kr