480-2900

Víðivellir 18, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 461425
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Víðivellir 18, Selfossi

Um er að ræða 135,2 fm  einbýlishús ásamt 30,8 fm frístandandi bílskúr og 9,0 fm útigeymslu (sem ekki er talin með í fermetratölu fasteignamats), alls 175 fm.  Húsið er byggt árið 1963 úr steinsteypu og er klætt með járni að utan en bárujárn er á þaki. Bílskúrinn er byggður árið 1968 úr steinsteypu og bárujárn er á þaki. Að innan er húsið fjögur svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, bað, forstofa, forstofusnyrting, þvottahús og búr.  Húsið var mikið endurnýjað á árunum 2008 - 2014 og eru m.a innréttingar, gólfefni, raflagnir, hitalagnir, ofnar og frárennslislagnir nýlegar. Flísar eru á gólfum í forstofu, forstofusnyrtingu, baði, eldhúsi, þvottahúsi og búri en eikarplastparket á öðrum rýmum.  Í eldhúsinu er hvít innrétting með gegnheilum eikarborðplötum.  Á baðinu, sem er flísalagt í hólf og gólf, er hvít innrétting með eikarborðplötu, sturta og upphengt wc. Fataskápar eru í forstofu og hjónaherbergi. Á forstofusnyrtingu er upphengt wc og vaskur.  Útgengt er úr stofu á timburverönd til suður/suðvesturs sem er á baklóð hússins.  Á veröndinni er heitur pottur með einangruðu loki.  Einnig er útgengt á lóð úr þvottahúsi. Bílskúrinn er 30,8 fm  og er steinsteyptur, byggður árið 1968. Í skúrnum eru nýlegar raflagnir og rafmagnstafla. Bílskúrinn er sambyggður bílskúr á húsi nr. 16.  9 fm, útigeymsla úr timbri er sambyggð bílskúr, með hellulögðu gólfi. Lóðin er 787,0 fm leigulóð.  Garður er þökulagður og vel gróinn. Innkeyrsla er hellulögð sem og stétt upp að húsinu.

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Bigisson, Aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Einbýli
Stærð: 166 m2
Herbergi: 6
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1963
Bílskúr/skýli: 1
Fasteignamat: 40.050.000 kr.
Brunabótam: 59.820.000 kr.
Verð: 48.900.000 kr