480-2900

Þrándarlundur 0, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 460240
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Þrándarlundur, Skeiða og Gnúpverjahreppi.

Um er að ræða rúmlega 39 hektara asparskóg í landi Þrándarlundar í Skeiða og Gnúpverjahreppi, ásamt eins hektara lóð við Þrándarlund/Þrándarholt eða alls ca 40,5 hektarar. Örstutt er í Þjórsárdal, Gullfoss og Geysi og fleiri náttúruperlur. Landið er í tæplega 100 km fjarlægð frá Reykjavík og býður upp á margvíslega nýtingarmöguleika svo sem til uppbyggingar frístundaþjónustu eða til áframhaldandi ræktunar nytjaskógar.
 
Skógurinn var að mestu gróðursettur á árunum 1991-1994 og er að aðallega ösp en einnig er greni að litlum hluta. Rannsóknir hafa verið gerðar á skóginum (vöxtur og kolefnisbinding) og sýna niðurstöður  að hann bindur kolefni sem svarar losun 1730 meðal fólksbíla á ári (1193,5 tonn CO2 2017/2018). Meðalhæð á efri hluta skógarins 2018 er um 11 metrar og þvermál í brjósthæð 16 cm

Lóðin við bæina er um 1,09 ha og nær hún frá þjóðvegi og teygir sig upp í brekku sem snýr á móti suðri. Þar er fallegt útsýni yfir Þjórsá og til Heklu.
 
Eignin er lögbýli og fylgir henni 1/10 hlutur í Hitaveitu frambæja sem er ein hagstæðasta  hitaveita landsins. Rafmagn er komið í landið og hitaveitan liggur með þjóðveginum.
Þetta er eign sem býður upp á ýmsa möguleika. Til greina kemur að selja skóginn sér og landið við bæinn sér.

Athugið að landið er skráð stærra í fasteignaskrá en það er í raun.

Nánari upplýsingar veita:
Sigurður Sigurðsson  Löggiltur fasteignsali í síma 690-6166.
Hallgrímur Óskarsson Löggiltur fasteignasali í síma 845-9900
Steindór Guðmundsson  Löggiltur fasteignsali í síma 862-1996
Árni Hilmar Birgisson Aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Lóð
Stærð: 65535 m2
Herbergi: 0
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 0
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 6.311.000 kr.
Brunabótam: 0 kr.
Verð: 45.000.000 kr