480-2900

Tröllhólar 29, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 458956
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Tröllhólar 29, Selfossi

Stutt í skóla. 


Um er að ræða fallegt og vel staðsett einbýlishús sem byggt var árið 2003.  Húsið er steinsteypt og múrað og málað að utan en stallað járn er á þaki. Útihurðir eru úr mahogany en gluggar úr furu og opnanleg fög úr Oregon pine. Heildarstærð er 201,4 fm og þar af er bílgeymslan 39,4 fm.  Að innan er húsið þrjú rúmgóð herbergi, stofa, sjónvarpshol, eldhús, baðherbergi, gestasnyrting, forstofa og þvottahús. Innveggir eru hlaðnir, múraðir og styrktir með járnamottum.   Flísar eru á gólfum í forstofu, þvottahús, baði og eldhúsi en ljóst parket er á öðrum rýmum.  Í eldhúsinu er sérsmíðuð falleg innrétting með vönduðum tækjum.  Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er sturta, hornbaðker, handklæðaofn, upphengt wc og sérsmíðuð innrétting.  Útgengt er af baðinu á sólpall við húsið.  Upptekin loft með halogen lýsingu eru í stofu, holi og eldhúsi.  Stofan er niðurtekin um eitt þrep og þar er arinn og útgengt er á sólpallinn. Fataskápar eru í tveimur herbergjanna sem og forstofunni.  Í þvottahúsinu er ljós innrétting og útgengt er á lóð þaðan og innangengt í bílgeymsluna.  Í bílgeymslunni er gólf flísalagt og geymsluloft er yfir hluta hennar.  Innkeyrsluhurðin er álflekahurð með rafmagnsopnara. Hitalagnir eru í gólfum hússins nema í svefnherbergjum en þar eru ofnar. Gestasnyrtingin er ekki innréttuð sem slík í dag en allar lagnir eru til staðar. Lóðin er fullfrágengin, innkeyrslan er malbikuð, stétt að útidyrum er mynstursteypt með hitalögn og hellulögð stétt er við þvottasnúrur. Mynstursteyptur sólpallur með skjólveggjum er við húsið sunnanvert og þar er heitur pottur. Snyrtilegur geymsluskúr er á baklóð.

Nánari upplýsingar veita Hallgrímur Óskarsson Löggiltur fasteignasali í síma 845-9900 eða Sigurður Sigurðsson  Löggiltur fasteignsali í síma 690-6166.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Einbýli
Stærð: 201 m2
Herbergi: 4
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2003
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 54.400.000 kr.
Brunabótam: 67.200.000 kr.
Verð: 69.900.000 kr