480-2900

Krókur, hótel 0, Þorlákshöfn

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 458283
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Hótel Krókur
Um er að ræða hótelbyggingu á einni hæð sem er 874,7 m2  að stærð.  Húsið er timburhús, byggt árið 2001.  Að utan er húsið klætt með Duropal,  liggjandi lituðu bárujárni og timbri en litað bárujárn er á þaki.  Að innan er hótelið 21 herbergi sem öll eru með sér baði.  Herbergin eru teppalögð og eru  með fataskáp, skrifborði og tvíbreiðu rúmi.  Baðherbergin eru flísalögð og þar er upphengt wc, sturta og lítil hvít innrétting. Herbergi nr. 1 er þó ívið stærra en hin 20 herbergin og þar er aukarúm og lítil setustofa í viðbót við það sem er í hinum herbergjunum.  Herbergjagangurinn er teppalagður.  Að auki er móttaka, veitingasalur,  eldhús, setustofa og snyrtingar fyrir hendi í hótelinu auk geymsla.  Móttakan er flísalögð og móttökuborðið er eikarspónlagt og sambyggt barnum sem er við veitingasalinn.  Stór veitingasalur með plastparketi og teppum á gólfi.  Eldhúsið er með epoxy gólfefni.  Innaf eldhúsinu er þurrefna lager og starfsmannaaðstaða.  Snyrtingarnar eru þrjár, hvor fyrir sitt kynið og ein fyrir fatlaða.  Geymsluloft er yfir snyrtingunum.  Við hlið móttökunnar er lítil skrifstofa og er hún plastparketlögð. 
Lóðin er 28.975 m2   skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð.  Lóðin er staðsett undir hlíð og er með klettum í.  Bak við hótelið er verönd með skjólveggjum en á veröndinni er heitur pottur.  Útgengt er á veröndina úr herbergjaganginum. Hellulögð stétt liggur að inngangi hótelsins.

Við hlið hótelsins er önnur lóð, Hjallakrókur lóð, en á  henni stendur sumarhús sem er 62,9 fm.  Það hús var nýtt sem starfsmannahús og getur mögulega fylgt með í kaupum á hótelinu.

Tilboð óskast

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Atvinnuhús.
Stærð: 874 m2
Herbergi: 24
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2001
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 106.650.000 kr.
Brunabótam: 262.400.000 kr.
Verð: 0 kr