480-2900

Holtabyggð 105 og 106, Flúðir

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 457332
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Holtabyggð 105 og 106 Hrunamannahreppi.
Um er að ræða 114,5 fm. sumarhús á tveimur samliggjandi lóðum í Holtabyggð úr jörðinni Syðra-Langholti.  Mjög víðsýnt er frá húsinu.   Eignin er á tveimur hæðum neðri hæð er steypt og efri hæð er úr timbri.  Neðri hæðin var byggð á árunum 2004-2005 en efri hæðin er nokkuð eldra en endurnýjuð að miklu leyti.  Húsið er klætt með liggjandi timburklæðningu og bárujárn er á þaki. Gluggar eru úr pvc og útihurðir einnig. Á hæðinni er forstofa, eldhús, stofa, tvö svefnherbergi og bað.   Útgengt er á sólpallinn um rennihurð í stofunni.  Plankaparket er á gólfum á hæðinni nema á bað þar sem er korkur. Upptekin loft eru í öllum rýmum á hæðinni.  Í eldhúsinu er hvítlökkuð innrétting með innfeldri uppþvottavél og ísskáp.  Á baðinu er sturtuklefi, vaskur og wc auk handklæðaofns.  Hringstigi liggur úr anddyri hússins niður á neðri hæð.  Á neðri hæð eru öll gólf flísalögð og hæðin hituð upp með gólfhita. þar eru  tvö svefnherbergi, snyrting, gufubaðsrými með stórri sturtu, þvottahús og kyndikompa.  Útgengt er á á lóðina á tvo vegu af neðri hæðinni. Þak og þakeinangrun  var endurnýjað árið 2013 og klæðning utanvert er að mestu nýleg.   Við húsið er stór sólpallur með heitum potti.  Framan við kjallarann er hellulögð verönd. Lóðin er tæpir 3 ha. leigulóð til 50 ára frá 2004.  Lóðin er gróin og mikið hefur verið gróðursett af trjám í gegnum árin sem í dag eru orðin stór og gefa gott skjól á sumrin

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Sumarhús
Stærð: 114 m2
Herbergi: 6
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2004
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 28.150.000 kr.
Brunabótam: 39.050.000 kr.
Verð: 40.500.000 kr