480-2900

Túngata 5, Eyrarbakki

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 436188
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Túngata 5, Eyrarbakka.

Um er að ræða 133,1 fm einbýlishús ásamt 47,2 fm frístandandi bílskúr.  Húsið og bílskúrinn eru byggð árið 1992 úr timbri.  Að utan er húsið klætt með nýlegri litaðri járnklæðningu en bárujárn er á þaki. Að innan er húsið fjögur svefnherbergi, stofa, hol, eldhús, baðherbergi, herbergjagangur, forstofa og þvottahús.  Pergo parket er á gólfum í stofu, holi, herbergjagangi og þremur herbergjanna en flísar eru á eldhúsi, baði  forstofu og þvottahúsi.  Spónaparket á einu herbergjanna.  Upptekið loft er í stofunni og er það panilklætt.  Í eldhúsinu er góð hvít innrétting og flísar eru milli borðplötu og efri skápa.  Á baðinu er hvít innrétting, baðker og sturta. Stór fataskápur er í hjónaherbergi.  Útgengt er á verönd úr holinu en einnig er útgengt úr þvottahúsi á lóðina. Bílskúrinn er tvöfaldur og með nýrri innkeyrsluhurð frá Héðni. Bílskúrinn er einangraður og plastaður að innan.  Lóðin er vel og fallega gróin.  Sólpallur er mót suðri.  Sökkull er einangarður og klæddur með sléttu duropal.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Fjölbýli
Stærð: 180 m2
Herbergi: 5
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Inngangur: Sameiginlegur
Byggingaár: 1992
Bílskúr/skýli: 1
Fasteignamat: 27.800.000 kr.
Brunabótam: 51.700.000 kr.
Verð: 34.500.000 kr