480-2900

Rangárhraun 1, Hella

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 433296
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Rangárhraun 1, Rangárþingi ytra 
Um er að ræða fokhelt sumarhús á 9.800 fm eignarlóð við rétt við bakka Ytri-Rangár í Heklubyggð. Lóðin er  í skipulögðu sumarbústaðahverfi úr jörðinni Svínhaga.  Húsið er fullbúið að utan, klætt með liggjandi timburklæðningu og bárujárni á þaki.  Húsið er á steyptum sökkli, grunnflötur hússins er 68,6 fm auk þess er gert ráð fyrir 15,2 fm lofti yfir hluta hússins.  Lóðin er gróin og eru tveir hólar sem veita skjól sitthvoru megin við húsið.   Frágengin rotþró.  Rafmagn og kalt vatn komið að húsinu.  Eignin er á byggingarstigi 4 og þarf nýr eigandi að fá nýja meistara og byggingarstjóra til að klára húsið. Skipulagsgjald er ógreitt. Skipulagsgjald er 0,3% af væntanlegu brunabótamati.    Nánari upplýsingar um Heklubyggð má nálgast á heklubyggd.is

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Sumarhús
Stærð: 83 m2
Herbergi: 3
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2018
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 10.700.000 kr.
Brunabótam: 0 kr.
Verð: 12.500.000 kr