480-2900

Nauthólar 18, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 432726
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Nauthólar 18, Selfossi
Hús teiknað af Steinari Sigurðarsyni Arkitekt. 

Um er að ræða bjart og skemmtilegt 156,5 fm. einbýlishús sem byggt var árið 2004.  Húsið er byggt úr timbri og er klætt að utan með aluzink klæðningu og sama efni er einnig á þaki.  Gluggar og útihurðir eru af danska gæðamerkinu Velfac sem er þekkt fyrir gæði og endingu.  Húsið er allt hannað til að vera viðhaldslítið.  Í húsinu eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús, anddyri og gestasnyrting.   Parket er á gólfum í herbergjum, herbergjagangi, stofu og eldhúsi en flísar eru á baði og forstofu.  Innfelld halogen lýsing er í hjónaherbergi, eldhúsi,  gangi og stofu.  Í eldhúsinu er hvít innrétting.  Á baðinu er hvít innrétting, upphengt salerni og sturtuklefi.  Á gestasnyrtingunni er hvít innrétting með vaski og upphengt salerni.  Þrjár rennihurðir liggja út á sólpallinn, éin úr elhúsi, önnur úr stofu  en sú þriðja úr anddyri. Stór sólpallur vísar í suðvestur og nýtur skjóls af húsinu úr tveimur áttum. Útgengt er á lóðina úr þvottahúsi.  Gólfhiti er í öllu húsinu. Möl er í innkeyrslu.
Pláss er fyrir bílskúr á byggingarreit og liggur fyrir ósamþykkt teikning. Eignin er staðsett í rólegum botnlanga í stuttu göngufæri frá grunnskóla, ekki þarf að fara yfir umferðagötu til að ná þangað. Í nánasta nágrenni er hjólabrettavöllur, knattspyrnuvöllur, körfuboltavöllur og leikvöllur fyrir börn. Garðurinn umhverfis húsið er gróinn.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Einbýli
Stærð: 156 m2
Herbergi: 4
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2004
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 36.650.000 kr.
Brunabótam: 47.850.000 kr.
Verð: 51.500.000 kr