480-2900

Vallholt 16, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 430985
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Vallholt 16, Selfossi

Um er að ræða bjarta 94,3 fm. íbúð á 2.hæð í fjölbýlishúsi ásamt geymslu á jarðhæð. Húsið er byggt árið 1977 og er það klætt að utan með steni. Að innan telur íbúðin stóra parketlagða stofu, svalahurð er úr stofu út á stórar yfirbyggðar suðursvalir sem eru flísalagðar. Flísalagt eldhús með plastlagðri innréttingu, flísar eru á milli efri og neðri skápa. Þvottahús og búr er innaf eldhúsi. Tvö dúklögð svefnherbergi, annað m/skáp.  Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er þar innrétting og baðkar. Teppalagður stigagangur, sameign er björt og rúmgóð.


Nýtt þakjárn er á húsinu. Nýjar skólplagnir liggja frá húsinu. 
 
 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Fjölbýli
Stærð: 98 m2
Herbergi: 3
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Inngangur: Sameiginlegur
Byggingaár: 1977
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 19.000.000 kr.
Brunabótam: 30.300.000 kr.
Verð: 31.500.000 kr