480-2900

Ásgarður 0, Hvolsvöllur

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 418368
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Ferðaþjónustan Ásgarður, Hvolsvöllur
Um er að ræða sjarmerandi eldra gistiheimili í útjaðri Hvolsvallar.  Lítið fjölskyldu fyrirtæki með möguleika á aukinni nýtingu en undanfarin ár hefur rekstur nánast eingöngu miðast við fyrirfram bókaða hópa í gegnum erlendar ferðaskrifstofur og lágmarks aðkeypta vinnu og hingað til ekki verið notast við bókunarsíður s.s. Booking og Airbnb og sambærilegar síður.       Húsakostur samanstendur m.a. af stórri aðalbyggingu, móttökuhúsi, íbúðarhúsi og 9 smáhýsum auk fleirri bygginga tengt rekstrinum. Góð bókunarstaða fyrir sumarið. 

Smelltu hér til að sjá Myndband af Ásgarði.

Nánari upplýsingar og fleiri myndir á heimasíðu smelltu hér Ásgarðs
 
Ásgarður 164169,gamla skólahúsið, Rangárþingi eystra.
Aðalbyggingin var byggð sem barnaskóli árið 1927 úr timbri og er klædd með bárujárni. Af malarplani leiða timburtröppur að húsinu. Húsið er 174,4 m² að stærð og telur á neðri hæð flísalagt hol, bjartan matsal með viðargólfi, eldhús, ræsti- og geymslukompa undir stiganum og flísalögð salernisaðstaða, samtals tvö salerni, þrír vaskar og ein sturta. Timburstigi leiðir upp á efri hæð og eru þar eitt salerni, 1 eins manns herbergi og 3 x 4ja manna herbergi með 2 lokrekkjum og eitt 3ja manna herbergi. Viðargólf er á efri hæð nema holi þar sem er parket.. Flestir veggir eru panilklæddir, en hæðin er að stórum hluta undir súð. Viðargólf er í eldhúsi og matsal. Veggir eru panilklæddur í matsal og holi. Í matsal er kamína. Úr matsal er gengið út á timburpall og er þar lítil útigeymsla. Í eldhúsi eru ágætis hillur úr timbri og hefðbundin tæki. Búið er að endurnýja gler og opnaleg fög.  Nýleg timburverönd er við húsið.  Móttaka er í litlu bjálkahúsi framan við aðalbyggingu. Hæsnakofi er bak við aðalbyggingu.   Einnig er smíðaverkstæði og geymslu gámar á lóðinni.   Lóðin er 1.700 m² leigulóð.

Ásgarður lóð 209169, Rangárþingi eystra.
Smáhýsin standa fyrir neðan aðalbygginguna á kjarri grónni lóð en þar eru malarvegir og hellulagðir stigar sem tengja húsin. Smáhýsin eru samtals 9 og voru byggð á tímabili 1987 til 1997. Þau eru milli 24,8 og 35,3 m² á stærð. Öll húsin eru byggð úr timbri og klædd með liggjandi timburklæðningu. Bárujárn er á þökum. Lítil verönd er við hvert hús. Hillur og fatahengi eru í hverju húsi. Hitaveita er í húsunum og eru pottofnar/álofnar með Danfosskrönum. Lóðin er 7.000 m² leigulóð.

Kornhús 164170, Rangárþingi eystra
Íbúðarhúsið 
 byggt árið 1934 úr timbri stendur við Ásgarð gamla skólahúsið og tengist það með sameiginlegri verönd að hluta.  Íbúðarhúsið er einnig með sér palli bakatil.  Húsið er hæð, kjallari og ris.  Klætt að utan með bárujárni.Eignin telur: flísalagð forstofu. Sér dúklagt salerni sér dúklagt baðherbergi með sturtu og baðkeri.  Stofan er með gólfborðum.  Loft í stofu er gifsklætt.  Eldhús með viðarinnréttingu síðan 2009.  Nýlegur timburstigi milli hæða.  Hitalagnir nýjar sem og forhitari. Efri hæð telur tvö svefnherbergi með gólfborðum.  Gluggar að mestu upprunalegir búið að skipta um hluta.   Kjallari er með lofthæð ca 1,9m.  Útgengt er úr kjallara. Einnig er innangengt milli hæða.  Timburgólf er á milli hæða. Lóðin er 1.300 m² leigulóð.

Eignirnar eru á þremur aðskildum lóðum sem eru leigulóðir frá Rangárþingi eystra.


Allar nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali. 

 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Atvinnuhús.
Stærð: 530 m2
Herbergi: 24
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1927
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 77.610.000 kr.
Brunabótam: 133.740.000 kr.
Verð: 104.000.000 kr