480-2900

Hæðargarður k-1b lóð 0, Kirkjubæjarklaustur

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 413111
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Hæðargarður K-lóð, Skaftárhreppur
Um er að ræða sumarbústað sem staðsettur er í mjög fallegu umhverfi við Hæðargarðsvatn rétt utan við Kirkjubæjarklaustur. Bústaðurinn er í skipulögðu sumarbústaðahverfi og er lóðin 15.348 fm leigulóð sem liggur að vatninu, og er bústaðurinn ekki nema um 20-30 metra frá vatnsbakkanum. Timburverönd er meðfram annarri hliðinni og framan við húsið. Bústaðurinn er byggður úr timbri árið 1982. Á þaki er bárujárn og er hann timburklæddur að utan. Að innan er bústaðurinn klæddur með panil og er plastparket á gólfum. Svefnloft er yfir hluta hússins þar sem 2-4 geta sofið. Þegar komið er inn er rúmgóð forstofa með góðu fatahengi og inn af henni er herbergi með sturtu og hitakút. Úr forstofu er gengið inn í stofu/eldhús, aðalrými bústaðarins. Úr stofu er glæsilegt útsýni yfir Hæðargarsvatn og alla leið til Vatnajökuls þar sem Hvannadalshnjúk ber við himinn. Inn af stofu er baðherbergi með klósett og svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi. Þar inni er fataskápur. Svefnloftið er mannhæðarhátt undir mæni og lækkar niður í gólf til hliðanna. Húsið er hitað upp með rafmagnsþilofnum. 
Lóðin er við vestanvert vatnið og er öll vel gróin. Núverandi eigendur hafa sett niður tré og ræktað kartöflur og fleira á lóðinni. Bústaðurinn sjálfur er framarlega á lóðinni, nálægt vatninu, en innar er lítið dalverpi með miklu skjóli og háum trjám. Stórt bílastæði er við bústaðinn og hægt er að leggja bílum alveg við bústaðinn. 
Hæðargarðsvatn er bæði þekkt fyrir feykifallegt umhverfið og ekki síður veiðina í vatninu. Þar er staðbundinn urriði ásamt bleikju. Urriðinn er yfirleitt 1-2 pund en bleikjan getur verið allt upp undir 10 pund. Leyfi fyrir eina stöng í vatninu fylgir bústaðnum.  Ekkert yfirborðsrennsli er í eða úr vatninu 
Undanfarin ár hefur bústaðurinn verið í útleigu á Airbnb allt árið um kring sem hefur skilað eigendum góðum tekjum. Nánari upplýsingar um þann þátt gefur fasteignasali.  
Umhverfið og veðurfarið á Kirkjubæjarklaustri og á Síðunni er engu líkt. Yfirleitt er snjólétt á vetrum og á góðum sumardegi fer hitinn iðulega yfir 20 stig. Þetta er eign sem á einstökum stað og með mikla möguleika á að borga sig upp á skömmum tíma. 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Sumarhús
Stærð: 43 m2
Herbergi: 0
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1982
Bílskúr/skýli: 0
Fasteignamat: 14.500.000 kr.
Brunabótam: 14.511.000 kr.
Verð: 17.500.000 kr