Lögmannsþjónusta

Lögmannsþjónusta

Í nær 30 ár hefur okkar reynslumikla og dugmikla starfsfólk veitt lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnanna.

Lögmenn Suðurlandi leggja sig fram við að veita einstaklingum faglega og vandaða lögfræðiþjónustu. Starfsmenn stofunnar hafa víðtæka reynslu af öllum almennum lögfræðistörfum og ólíkum réttarsviðum.

  • Bótamál
  • Fjölskyldumál
    • Erfðaskrár
    • Kaupmálar
    • Hjónaskilnaðir
    • Slit á óvígðri sambúð
    • Umgengnismál
    • Forsjármál
    • Fjárslitamál
    • Dánarbú
  • Fasteignagallamál
  • Sakamál
  • Réttargæsla
  • Landamerkjamál
  • Hagsmunagæsla vegna eignarnáms
  • Þjóðlendumál
  • Gjaldþrotaskipti
  • Stjórnsýsla
  • Vinnuréttur
  • Málflutningur

Til þess að fá nánari upplýsingar um einstaklingsþjónustu Lögmanna Suðurlandi má senda fyrirspurn á netfangið selfoss@log.is

Lögmenn Suðurlandi þjónusta allar stærðir fyrirtækja. Starfsfólk stofunnar hefur mikla reynslu á flestum sviðum fyrirtækjarekstrar og getur því auðveldlega sinnt þeim fjölbreyttu álitamálum sem kunna að koma upp í rekstri hjá viðskiptavinum stofunnar.

  • Stofnun fyrirtækja
  • Álitsgerðir
  • Samningsgerð
  • Einkaleyfi og vörumerki
  • Verktaka- og útboðsréttur
  • Persónuvernd
  • Starfsmannamál
  • Gjaldþrotaskipti
  • Málflutningur

Til þess að fá nánari upplýsingar um fyrirtækjaþjónustu Lögmanna Suðurlandi má senda fyrirspurn á netfangið selfoss@log.is

Lögmenn Suðurlandi búa yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar og tengdum réttarsviðum.
Til okkar leita fyrirtæki, sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar um ráðgjöf á flestum sviðum stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar, bæði í tengslum við daglegan rekstur og úrlausn ágreiningsmála.

Lögmenn Suðurlandi ráðleggja sveitarfélögum reglulega í málum er varða öll svið stjórnsýslunnar, m.a. á sviði framkvæmda, skipulags- og byggingarmála og starfsmannamála auk þess að veita almenna þjónustu og ráðgjöf. Lögmenn Suðurlandi hafa til margra ára haft sérþekkingu á sviði barnaverndar. Þá hafa Lögmenn Suðurlandi margsinnis gætt hagsmuna sveitarfélaga fyrir dómstólum í málum af ýmsum toga.

  • Framkvæmdir
  • Verktaka- og útboðsréttur
  • Almenn samningagerð / verksamningar
  • Vatnsöflun
  • Skipulags- og byggingarmál
  • Fjölskyldumál
  • Barnavernd
  • Málefni fatlaðs fólks
  • Starfsmannamál

Til þess að fá nánari upplýsingar um þjónustu við sveitarfélög má senda fyrirspurn á netfangið selfoss@log.is