480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Smyrlaheiði

Hveragerði

Raðhús 96 fm 3 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Smyrlaheiði 8, Hveragerði  Um er að ræða 89,3 fm íbúð í raðhúsi  ásamt 7,3 fm geymslu og bílastæði í kjallara. Húsið er klætt að utan með við og bárujárni en dúkur er á þaki. Timbur verönd er á baklóð og er lóðin annars að mestu hellulögð.  Eitt rúmgott  svefnherbergi en mögulegt er að hafa annað svefnherbergi skv. teikningu.  Baðherbergi, stofa og eldhús sem er opið í eitt. Flísar eru á forstofu og baðherbergi en eikarparket er á svefnherbergi, stofu og eldhúsi. Fataskápar eru í forstofu og svefnherbergjum. Baðherbergið er með upphengdu wc, sturtu, handklæðaofni og eikarspónlagðri innréttingu. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara inná baðherbergi. Í eldhúsi er eikarspónlögð innrétting, einnig er upptekið loft í stofu og eldhúsi. Hiti er í gólfum með stýringum.  ATH: Sérbílastæði í kjallara fyrir hverja íbúð.  Geymsla er einnig í bílakjallara framan við bílastæði.   Þvottaplan fyrir bíla er í bílakjallara.  Hjólageymsla er í kjallara.  Á lóðinni er einnig turnhús sem er í sameign og þar er  á neðri hæð,  sameiginleg setustofa og snyrting. Á efri hæðinni er samkomusalur m. eldhúsi og snyrtingu. Útgengt er út á svalir á efri hæð húsins. Lyfta er á milli hæða og einnig stigi.   Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 0 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Víðivellir

Selfoss

Einbýli 243 fm 7 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Víðivellir 3, Selfossi.  Um er að ræða 243,5 fm einbýlishús í grónu hverfi á Selfossi. Húsið er byggt árið 1959 og er á tveimur hæðum en samkvæmt upphaflegum teikningum er húsið á þremur hæðum. Húsið er uppsteypt og múrað að utan. Þakjárn og sperrur voru endurnýjaðar fyrir um 10 árum síðan. Eign sem bíður uppá mikla möguleika  Efri hæðin skiptist í: Forstofu sem er dúklögð og liggur bæði stigi uppí risið og niður í kjallara úr forstofunni. Hol sem er teppalagt. Stofa og borðstofa sem er opið í eitt með teppi á gólfi. Eldhús er með dúk á gólfi og eldri innréttingu.   Tvö herbergi sem eru bæði dúklögð annað með skáp.  Baðherbergi sem er dúklagt með baðkari, wc og eldri innréttingu.  Neðri hæðin skiptist í: Forstofa sem er dúklögð. Hol sem er dúklagt. Kalda geymslu sem er undir útitröppum.  Þrjú herbergi sem eru dúklögð. Eldhús sem er með eldri innréttingu og er dúklagt. Gestasalerni sem er með wc og vask Þvottahús með stein á gólfi og sturtu.  Bílskúrinn  er 60,8 fm að stærð og byggður árið 1958 úr holstein.   Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 41.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Fífutjörn

Selfoss

Parhús 72 fm 3 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Fífutjörn 5, Selfossi Um er að ræða 72,0 fm parhús á góðum stað á Selfossi.  Húsið er byggt árið 1993 úr steinsteypu og er klætt að utan með steni en bárujárn er  á þaki.  Að innan er húsið tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, bað, forstofa og þvottahús. Flísar eru á gólfum í forstofu og baði. Málað gólf er á þvottahús. Parket er á stofu og eldhúsi. Dúkur er gólfi í herbergjum þar eru hvítirskápar.  Hvít innrétting er í eldhúsinu. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er innrétting og sturtuklefi. Innrétting er í þvottahúsinu.  Útgengt er úr stofu á baklóð sem snýr til suðurs. Nýleg verönd er á baklóð húsins.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 28.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Lækjarbakki

Selfoss

Einbýli 183 fm 5 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Lækjarbakki 2, Selfossi Um er að ræða 150,1 fm. einbýlishús ásamt 35,9 fm. bílgeymslu.  Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með Vivix plastklæðningu sem sett er á grind en dúkur er á þaki sem er einhalla.  Gluggar eru úr ál/tré, rennur eru úr áli og vindskeiðar einnig. Gert er ráð fyrir lýsingu  undir þakkanti. Lofthæð inni er 3 m. Leitast er við að hafa viðhald í lágmarki. Skv. teikningu er íbúðin fjögur svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, gestasnyrting, forstofa og þvottahús og geymsla.  Gólfhiti er í húsinu.  11 fm. útigeymsla sem klædd er í sama stíl og húsið fylgir með.  Í útigeymslunni er ál/tré gluggi og hurð.  Lóð verður grófjöfnuð. Verð miðast við húsið fullbúið að utanverðu.  Húsið er einangrað og plastað að innan, rafmagnsgrind og tafla komin upp  og inntaksgjöld kalda vatns og hitaveitu greidd  auk þess sem fjórir milliveggir eru  komnir upp á þessu stigi. Mögulegt er að fá húsið fullbúið. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 42.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Skólavellir

Selfoss

Fjölbýli 154 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Skólavellir 10 efri hæð, Selfossi Um er að ræða 104,7 fm. íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt 33,6 fm. bílskúr og 10,5 fm. geymslu, samtals 148,8 fm.  Íbúðin er með sérinngangi og stiginn upp er teppalagður.  Íbúðin er þrjú svefnherbergi, stofa, hol, eldhús og baðherbergi.  Í eldhúsinu er upphafleg hvít innrétting.  Á baðinu er hvít innrétting og sturtuklefi.  Fataskápur er í einu herbergjanna.  Útgengt er úr stofunni á svalir sem snúa til suðvesturs.  Rúmgóð geymsla er í kjallara hússins og þar er einnig sameiginlegt þvottahús.  Bílskúrinn er með álflekahurð. Lóðin er vel gróin og snýr til suðurs.  Stutt er í alla þjónustu s.s skóla, sundlaug og verslanir. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 30.900.000 kr.

Átt þú rétt á slysa- eða skaðabótum?
Við erum þínir umboðsmenn

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar