480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Litla-hildisey

Hvolsvöllur

Lóð 65535 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Litla-Hildisey, Rangárþingi eystra Jörðin:   Jörðin er talin vera um 90-100 ha að stærð skv. upplýsingum eiganda. Landið afmarkast að stórum hluta með skurðum.  Enginn framleiðsluréttur fylgir jörðinni.   Íbúðarhús: Um er að ræða 126,3 m 2 íbúðarhús sem er byggt árið 1967 úr steypu. Húsið stendur á hól sem bæjarnafnið dregur heiti sitt af, mjög víðsýnt er til allra átta s.s. Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjallajökuls og Heklu svo eitthvað sé nefnt. Húsið þarfnast viðhalds að innan sem utan.     Útihús:  Um er að ræða stóra skemmu við íbúðarhúsið og neðar á hlaðinu sambyggt fjós, hlöðu, súrheysturn og hænsnahús. Þessi hús eru öll steypt og með járn á þaki og þarfnast viðhalds. Önnur hús skv. FMR eru í lélegu ástandi.   Við húsið er 160 m 2 skemma byggð árið 1981 (skráð hjá FMR sem kanínuhús). Hún er einangruð. Kalt vatn og rafmagn er í húsinu. Hún skiptist í tvennt: öðrum megin er bílskúr með niðurteknu lofti og steyptu gólfi, en hinum megin er stór vélaskemma með lökkuðu gólfi. Vegghæð er 3,50 m, stór innkeyrsluhurð 3,10 m á skaflanum.   Neðar á hlaðinu er húsasamstæða, en þar er 216 m 2 fjós (skráð hjá FMR sem gripahús), sem er innréttað að stórum hluta sem hesthús með stíum fyrir folöld og hesta og tveim graðhestastíum. Við endann er gengið í 225,6 m 2 hlöðu. Úr fjósi er jafnframt gengið í 15,7 m 2 súrheysturn (skráð hjá FMR sem fjárhús). Fyrir aftan fjós er stórt hestagerði, ca. 25 x 25 m. Undir fjósi er 31,5 m 2 hænsnahús (skráð hjá FMR sem svínahús). Hildisey er landnámsjörð en landnámsfólkið Hallgeir, Ljót og Hildir sem voru systkini bjuggu öll á þessum slóðum skv. Landeyingabók. Bæir bera þeirra nöfn.    Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hinar seldu eignir í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína nema að mjög takmörkuðu leiti. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand og til að afla sér frekari upplýsinga um ástand mannvirkja, stærðir, legu lands, landamerki, hlunnindi og kvaðir. Nákvæm stærð liggur ekki fyrir og tekur kaupverð mið af því og og helst óbreytt hvort sem eignin reynist mögulega stærri eða minni við nákvæma uppmælingu síðar. Kaupverð tekur einnig mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.       Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 65.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Háheiði

Selfoss

Atvinnuh. 121 fm 1 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Háheiði 9 bil 103, Selfossi Um er að ræða snyrtilegt 89,9 fm iðnaðarbil ásamt 31,4 fm millilofti í Gagnheiði á Selfossi.  Góð lofthæð og stór innkeyrsluhurð. Hiti er í gólfi. Plan er malbikað. Afstúkuð snyrting er í enda bilsins. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 18.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Sandgerði

Stokkseyri

Einbýli 134 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Sandgerði 13, Stokkseyri Um er að ræða 102,6 fm einbýlishús ásamt 31,5 fm. sambyggðum bílskúr sem byggt var úr timbri árið 1995.  Að utan er húsið klætt með Steni klæðningu en litað járn er á þaki.  Að innan er húsið þrjú svefnherbergi, stofa, hol, eldhús, baðherbergi, forstofa og þvottahús.  Innangengt er úr þvottahúsinu í bílskúrinn.  Upptekið loft er í stofunni.  Í eldhúsinu er hvít innrétting með góðum tækju.  Á baðinu er sturtuklefi, borð með vaski og skápur. Nýleg hvít innrétting er í þvottahúsi. Fataskápur er í hjónaherbergi.  Dúkar eru á gólfum í herbergjum, flísar eru á eldhúsi, forstofu, þvottahúsi og baði en plastparket á stofu og holi.  Bílskúrinn er með uppteknu lofti en búið er að setja geymsluloft í hluta hans. Flísar eru á gólfi bílskúrsins en innkeyrsluhurðin er tréflekahurð með rafmagnsopnara.  Lóðin er vel gróin og snyrtileg.  Hellulögð stétt liggur að útidyrum og lítil hellulögð verönd með skjólveggjum er á framhlið hússins.  Möl er í innkeyrslu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 34.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Skáli

Selfoss

Lóð 488 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Skáli, Grímsnes og Grafningshreppi.  Um er að ræða 50.360 land úr landi Bjarnastaða í Grímsnes og Grafningshreppi. Landið er deiliskipulagt og er gert ráð fyrir 2.500 fm lóð undir íbúðarhús, 2.600 fm lóð undir hesthús og 3.200 fm lóð undir skemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Biskupstungnabraut. Íbúðarhús má vera allt að 320 fm, hesthús og skemma skulu ekki vera stærri en 500 fm hvor. Móbergsnáma til einkanota er í landinu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 11.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Skógsnes

Selfoss

Lóð 65535 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Skógsnes, Flóahreppi Um er að ræða vel staðsetta og snyrtilega jörð með ágætum húsakosti. Jörðin er um 304 ha. að stærð og er land jarðarinnar gróið og mjög grasgefið. Ræktað land um 26 ha og eru túnin að mestu samliggjandi. Flóaáveitan rennur meðfram stærstum hluta jarðarinnar. Auk þess hefur verið lögð vatnslögn að tveimur beitar hólfum á jörðinni.   Íbúðarhús: Húsið er byggt árið 1960 úr steinsteypu og klætt að utan með stölluðu járni. Nýlegt járn er á þaki. Að innan er húsið með fimm svefnherbergjum, forstofa, stofa, eldhús, baðherbergi,  geymsla og þvottahús. Á miðhæðinni er forstofa sem er flísalögð, teppalagt hol, eldhús með dúk á gólfum og eldri innréttingu. Stór stofa sem er teppalögð. Á efri hæðinni eru fjögur herbergi og baðherbergi sem eftir er að innrétta. Í kjallara er stórt herbergi, geymsla og þvottahús með bakinngang.  Útihús: Ágæt 88 fm vélaskemma byggð árið 1980. Vélaskemman er klædd með járni. Auk þess stendur á jörðinni eldra fjárhús og hlaða byggð í kringum 1956.   Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 95.000.000 kr.

Þak yfir höfuðið
Fyrir þína hagsmuni

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar