480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Suðurtröð

Selfoss

Hesthús 76 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Suðurtröð 13, Selfossi Um er að ræða 76,4 fm hesthús.  Steyptur breiður fóðurgangur.  Steyptir frontar á stíum. Sjö eins hesta stíur.    Milligerði eru úr járni með krossviðarplötum.   Útveggir eru klæddir að neðanverðu með plastklæðningu.     Flísalögð kaffistofa með innréttingu.  Hnakkageymsla.  Afstúkuð hlaða.  Þak var endurnýjað gagngert  fyrir nokkrum árum en þá var m.a. skipt um sperrur, einangrun, borðaklæðningu, pappa og járn. Útveggir eru klæddir með nýlegu bárujárni.  Loft eru klædd með lituðu bárujárni. Nýleg steypt stétt er framan við hús. Sameiginlegt gerði.  Uppsteypt sameigin taðþró fyrir lengjuna.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 7.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Lyngberg

Þorlákshöfn

Einbýli 166 fm 5 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Lyngberg 20, Þorlákshöfn  Um er að ræða 123,1 fm. einbýlishús ásamt 43,5 fm. frístandandi bílskúr. Húsið er steinsteypt og byggt árið 1976 en bílskúrinn er byggður árið 1988. Að utan er húsið múrað og málað. Aluzink er á þaki. Að innan telur eignin forstofu,  þrjú svefnherbergi, herberbergjagang, stofu, sjónvarpshol, eldhús, búr,  þvottahús og baðherbergi. Plastparket er á forstofu, stofu, herbergjagangi og sjónvarpsholi. Dúkur er á gólfum í herbergjum. Fataskápur er í hjónaherbergi. Í eldhúsi er eldri viðarinnrétting en flísar eru á gólfi.  Á baðherberginu sem er flísalagt er upphengt wc, baðker, og vaskur. Rúmgóður bílskúr. Timburverönd með skjólveggjum er aftan við húsið.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 37.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Ásgarður

Selfoss

Lóð 0 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Ásgarður, Grímsnes- og Grafningshreppi Um er að ræða lögbýlið Ásgarð sem telur m.a. skipulagðar frístundalóðir, auk opinna svæða á skipulagi,  um 38,2 ha. skógræktarsvæði og um 97,9 ha. heiðarlands/ fjalllendi. Á jörðinni eru 76 óseldar frístundalóðir/ sumarbústaðalóðir sem eru skipulagðar en óstofnaðar.  Heildarstærð þeirra lóða sem óseldar er ca. 65,2 ha.  Skráð stærð jarðarinnar í Þjóðskrá er 444,6 ha. en hún er talsvert minni en það í dag enda búið að selja talsverðan hluta þeirra lóða sem er skipulagður á jörðinni.   Kalt vatn kemur úr samveitu. Heitt vatn á svæðinu sem og rafmagn.    Frístundabyggð: Frístundasvæði liggur norðan Búrfellslækjar og beggja megin Þingvallavegar og aðkomuvegar að Búrfelli.  Aðkoma að svæðinu er frá Biskupstungnabraut um Þingvallaveg.  Inn á milli lóðaþyrpinga og meðfram Sogi, Markalæk, Kálfhólsgili og Búrfellslæk eru einnig opin svæði til útivistar. Svæðinu er gróflega skipt upp í fjóra meginparta en það eru: Sunnubakki sem er  um 11 hektara landspilda. Spildan liggur að Soginu til Suðurs, Þingvallavegi til Norðurs, og að landamerkjum Syðri-Brúar til vesturs.  Skv. skipulagi er gert ráð fyrir 11 lóðum á því svæði. Landið gæti einnig nýst  sem lítill búgarður fyrir hestamenn, eða til ræktunar.    Ferjuholt er neðan við Þingvallaveg og niður að Sogi.  Það samanstendur af sumarbústaða lóðum við Suðurbakka, Mánabakka og Ferjubakka.  Nokkrar lóðir liggja að Soginu en stór hluti lóðanna liggur að  og meðfram Þingvallavegi. Ásgarðsland er ofan við Þingvallaveg og Búrfellsveg Giljatunga er efst í landinu.  Í Giljatungu er gert ráð fyrir sameiginlegu rotþróarkerfi sem eftir er að leggja.  Vegir eru komnir en eftir er að setja efsta lag af fínu efni. Svæðið er allt skipulagt. Hver og ein lóð hefur ekki verið stofnuð. Skógrækt: Innan frístundasvæðisins eru þrjú skógræktarsvæði sem hafa verið skipulögð af Suðurlandsskógum, heildarstærð þeirra er um 38,2 ha.   Skógrækt er einnig á opnum svæðum á frístundasvæði.   Búið er að undanskilja öll veiðihlunnindi frá jörðinni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 89.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Austurmýri

Selfoss

Fjölbýli 110 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Austurmýri 10, Selfossi Um er að ræða gott 81,2 fm raðhús ásamt 21,8 fm. sambyggðum bílskúr og 7,3 fm. geymslu, samtals 110,3 fm.  Húsið er byggt úr timbri árið 2003 og er klætt að utan með sléttri Duropal klæðningu en bárujárn er á þaki.  Að innan er eignin tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, hol, forstofa og þvottahús.  Innangegnt er úr þvottahúsinu í bílskúrinn. Skv. teikningu eru þrjú svefnherbergi í húsinu.  Í eldhúsinu er plastlögð innrétting og parket á gólfi.  Stofan, holið og svefnherbergin eru parketlögð. Útgengt er úr stofu á baklóð.  Á baðinu eru flísar á gólfi og hvít innrétting ásamt sturtuklefa.  Flísar eru á gólfum í forstofu og þvottahúsi.  Hitalagnir hússins eru í gólfum.  Bílskúrinn er með álflekahurð með rafmagnsopnara.  Geymsluloft er yfir hluta skúrsins.  Geymsla er í enda skúrsins og útgengt er úr henni á baklóð.  Lóðin er þökulögð og innkeyrslan er malarborin. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 34.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Langamýri

Selfoss

Parhús 154 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900  Langamýri 19, Selfossi Um er að ræða snyrtilegt 110,1 fm timbur parhús ásamt 44,2 fm bílskúr. Eignin er klædd með stení klæðningu að utan og er litað bárujárn á þaki. Eignin telur:  Flísalagða forstofu m/skáp.  Parketlagt hol.  Flísalagt eldhús m/fallegri eikarfulninga innréttingu - keramik helluborð innfeld uppþvottavél og ísskápur, flísar eru á milli skápa.  Parketlagða stofu m/hurð út í garð.  Þrjú rúmgóð svefnherbergi m/skápum.  Flísalagt baðherbergi m/innréttingu, baðkari og sturtu. Flísalagt þvottahús. Innangengt er úr þvottahúsi í bílskúr. Bílskúrinn er einangraður en eftir er að ganga frá klæðningu. Stórt geymsluloft.  Hvítar loftaplötur. Innihurðir eru úr eik. Flísalagðir sólbekkir. Hiti er í gólfi í forstofu, baði og í bílskúr. Forhitari. Neysluvatnslagnir eru rör í rör. Stimpilsteypt stétt með hitalögnum  framan við hús.  Á baklóð er stór timburverönd með háum skjólveggjum.   Garður gróinn og snyrtilegur.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 47.500.000 kr.

Þak yfir höfuðið
Fyrir þína hagsmuni

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar