480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Seljavegur

Selfoss

Einbýli 170 fm 5 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Seljavegur 9, Selfossi  Um er að ræða 122,9 fm einbýlishús ásamt 47,5 fm bílskúr samtals 170,4 fm.  Eignin er byggð úr steinsteypu árið 1971.  Að utan er húsið múrað/hraunað og málað og upprunalegt bárujárn er á þaki. Klæðning undir vindskeiðar er nýleg.   Nýlegar miðstöðvarlagnir og ofnar, lokað forhitarakerfi.  Forstofa dúklögð.  Stofa er með plastparketi. Fjögur svefnherbergi þarf af eitt sem stúkað var af stofu.  Baðherbergi er upprunalegt með dúk á gólfi og flísum á veggjum.  Eldhús er með upprunalegri eldhúsinnréttingu og korki á gólfum.  Innaf eldhúsi er búr.  Þvottahús er með máluðu gólfi.  Gengt er inn í bílskúr undir þakskeggi. Garðurinn er gróinn og framan við húsið steypt stétt liggur að útidyrum.  Stór steypt innkeyrsla.  Bílskúrinn er einangraður og múraður að innan og er hann tvöfaldur.  Húsið er miðsvæðis á Selfossi og stutt er í skóla, verslun og íþróttasvæði. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 45.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Furugrund

Selfoss

Einbýli 193 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Furugrund 28, Selfossi Um er að ræða vel staðsett 193,5 m²  einbýlishús þar af er tvöfaldur sambyggður bílskúr 49,0  m².  Húsið er uppsteypt og byggt árið 1998 og er múrað að utan með STOklæðningu en bárujárn er á þaki. Dúkur er á þaki á tengi byggingu á milli bílskúr og íbúðar.  Að innan er húsið þrjú svefnherbergi, stofa, hol, eldhús, baðherbergi, forstofa, forstofusnyrting og þvottahús.  Parket er á gólfum í herbergjum, stofu og holi en flísar á öðrum gólfum.  Í eldhúsinu sem er rúmgott er innrétting frá AXIS.  Á baðinu er hvít innrétting, hornbaðker, sturta og handklæðaofn.  Arinn er í stofunni.  Útgengt er úr stofunni á verönd.  Fataskápur er í holinu en fataskápar eru einnig í tveimur herbergjanna. Útgengt er einnig úr þvottahúsi á verönd á baklóð. Bílskúrinn er 49 m², tvöfaldur  og er sambyggður húsinu.  Innkeyrsluhurðirnar eru álflekahurðir og  með rafmagnsopnari er á þeim báðum. Útgengt er úr bílskúr á verönd á baklóð. Lóðin er 730,6 m2  leigulóð.  Lóðin er vel gróin.   Innkeyrslan er með möl en hellulögð stétt er að húsinu.  Sólpallur með skjólveggjum er framan við og til hliðar við húsið.  Á pallinum er heitur pottur.  Við húsið stendur geymsluskúr.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 62.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Tryggvagata

Selfoss

Fjölbýli 133 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Tryggvagata 14b, Selfossi . Um er að ræða vel staðsetta 133,3 fm. íbúð í tvíbýlishúsi  miðsvæðis á Selfossi.  Íbúðin er með sérinngangi og mjög stutt er í alla þjónustu s.s. skóla, verslanir og íþróttaaðstöðu.  Íbúðin sjálf er 107,7 fm. en að auki er 25,6 fm. rými í kjallara þar sem er sérþvottahús og geymslur.  Að innan er íbúðin þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, herbergjagangur, hol, búr og forstofa. Innangengt er í kjallarann úr forstofu.  Parket er á gólfum í stofu, holi, herbergjum og herbergjagangi en flísar á forstofu og baði.  Korkur er á eldhúsi. Í eldhúsinu er falleg innrétting.  Á baðinu er stór sturta og hvít innrétting.  Baðherbergið var nýlega standsett. Fataskápar eru í öllum herbergjunum.  Málað gólf er í búrinu en þar eru hillur.  Útgengt er á yfirbyggðar svalir úr stofu en einnig er útgengt á aðrar svalir úr hjónaherbergi.  Sérafnotaflötur er á baklóð og er hún mjög skjólsæl og snyrtileg. Hellulögð stétt er á baklóðinni. Búið er að endurnýja skolp frá baði og skolplögn frá húsi út í götu er nýleg.  Hitalagnir eru c.a. 10 ára sem og gluggar í stofu. Nýlegur eignarskiptasamningur er til fyrir eignina. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 33.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Fossvegur

Selfoss

Fjölbýli 78 fm 2 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Fossvegur 6 íb. 405, Selfossi Um er að ræða bjarta og skemmtilega 78,4 fm. endaíbúð á efstu hæð að Fossvegi 6.  Íbúðin er tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbegi og þvottahús.  Flísar eru á gófum á baði, þvottahúsi og forstofu en nýlegt vandað parket á öðrum rýmum.  Í eldhúsinu er mahoganyspónlögð innrétting.  Útgengt er úr eldhúsinu á svalir.  Upptekið loft er í eldhúsi og stofu.  Herbergin eru rúmgóð og bæði með fataskápum.  Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er hvít innrétting og baðker með sturtu.  Mjög fallegt útsýni er frá íbúðinni til suðurs og vesturs. Malbikað bílaplan.  Gróinn garður.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 31.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Stapi lóð

Selfoss

Lóð 0 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Stapi lóð 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.  Um er að ræða 9.069 fm. eignarlóð  í skipulögðu sumarhúsalandi.  Víðsýnt er frá lóðinni  m.a. til suðurs yfir Úlfljótsvatn. Búið er að planta töluverðu af trjám í lóðina.  Heitt og kalt vatn auk rafmagns er komið í lóðarmörk.  Von er á ljósleiðara á svæðið í sumar. Aðgengi að svæðinu er af Þingvallavegi.  Læst hlið er inn á landið.  Aðgengi er að sameigilegri bryggju við Úlfljótsvatn. https://ulfljotsvatn.wordpress.com/   Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 7.000.000 kr.

Þak yfir höfuðið
Fyrir þína hagsmuni

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar