480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Engjavegur

Selfoss

Einbýli 167 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Engjavegur 71, Selfossi Um er að ræða mjög snyrtilegt og vel við haldið 119,3 fm einbýlishús ásamt 48,4 fm bílskúr.  Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1966 og  bílskúrinn er byggður úr holsteini árið 1972.  Forstofa er flísalögð þar er nýlegur skápur.  Útihurð er nýleg.  Þrjú svefnherbergi öll með skápum öll með plastparketi.  Skápur er á holi.  Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, innrétting og sturtuklefi.  Flísalagt hol. Stofan er parketlögð.  Upptekið panilklætt loft. Eldhús er flísalagt þar er hvít/beyki innrétting.  Búr er innaf eldhúsi.  Þvottahús er flísalagt.  Útgengt er úr þvottahúsi á baklóð.  Nýlegar innihurðir.  Nýlegt járn á þaki.  Gler var endurnýjað 2004 þá var einnig skipt um opnanleg fög og gluggapósta og glugga að sunnanverðu. Varmaskiptir  Að utan er húsið einangrað og klætt með steni.  Bílskúrinn er frístandandi upphitaður með afrennsli af húsinu.  Geymsla er innst í skúrnum.  Flekahurð með rafmagnsopnara.  Mjög fallegur garður.  Timburverönd er við húsið með heitum potti.  Nýlegt bjálkahús er á baklóð.  Innkeyrslan er hellulögð.  Eignin er vel staðsett en leik- grunn- og framhaldsskóli er í göngufæri sem og íþróttasvæði og sundlaug.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 46.800.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Bjarkarheiði

Hveragerði

Fjölbýli 139 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Bjarkarheiði 29, Hveragerði.  Um er að ræða 113,7 fm. raðhús ásamt 26,1 fm. sambyggðum bílskúr, samtals 139,8 fm.  Húsið er byggt úr forsteyptum einingum árið 2003 og er steinað að utan.  Bárujárn er á þaki. Að innan er húsið þrjú svefnherbergi, stofa, sjónvarpshol, eldhús, baðherbergi, forstofa og þvottahús.  Innangengt er úr forstofu í bílskúrinn.  Parket er á öllum gólfum nema votrýmum en þar eru flísar.  Upptekin loft eru í öllum rýmum nema baði og þvottahúsi.  í eldhúsinu er eikarspónlögð innrétting.  Á baðinu sem er flísalagt í hólf og gólf er eikarspónlögð innrétting, baðker og sturta.  Þvottahúsið er innaf baðinu og þar eru flísar á gólfi.  Fataskápar eru í herbergjunum sem og forstofunni.  Útgengt er úr stofunni á sólpall á baklóð sem snýr í suður. Bílskúr er flísalagður. Hellulagt plan er fyrir framan húsið og er hiti í bílaplani að hluta.  Nánari upplýsingar veitir Sigurður Sigurðsson löggiltur fasteignasali 690-6166 . Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 45.400.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Hvammur ii

Hella

Lóð 185 fm 3 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Hvammur, Rangárþingi ytra . Um er að ræða jörðina Hvamm í Holta- og Landsveit sem er um 230 ha að stærð. Ræktað land er um 28 ha. Enginn framleiðsluréttur fylgir jörðinni en jörðin á veiðihlunnindi í Veiðivötnum og hlutur í Holtamannaafrétti. Skipulagðar hafa verið 41 sumarhúsalóð ofan við húsin og 7 “búgarðalóðir” neðan við þau. Nyrðst á jörðinni er 63,2 ha landgræðsla, skógivaxin. Íbúðarhús: Um er að ræða 185,3 fm steinsteypt íbúðarhús á einni hæð, auk þess sem kjallari eru undir hlutahússins.  Húsið er byggt árið 2002 úr eldri útihúsum á jörðinni. Húsið er með þremur burstum. Litað járn er á þaki, húsið er klætt með Canexel klæðningu sem er komin að tölverðu viðhaldi. Eignin telur bílskúr í einni burstinni, í miðburstinni er flísalögð stofa og baðherbergi. Í endaburstinni er flísalagt eldhús með innréttingu og tvö svefnherbergi.  Við húsið stendur tvílyft einbýlishús sem er í eigu annara aðila og þar í kring er 2,7 ha lóð.  Önnur hús á jörðinni: Eldri braggi sem kominn er að töluverðu viðhaldi.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 75.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Dynskálar

Hella

Atvinnuh. 0 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Dynskálar 49, Hellu Um er að ræða tvær einingar í  iðnaðarhúsnæði sem skiptist niður í 3 bil. Húsið er byggt úr stálgrind sem er sýnileg að innan, klætt með samlokueiningum. Hús frá Landstólpa. Hitalagnir verða steyptar í gólfplötu. Hurðir og gluggar eru hvítar úr PVC.  Milliveggir á milli iðnaðarbila er100mm steinullar samlokueiningar.    Milliloft er uppsett en án stiga.   Eignin er í smíðum og afhendist 15.11.2019. Í stærra bilinu eru tvær iðnaðarhurðir.  Í minna bilinu er ein iðnaðarhurð.  Stærðir á iðnaðarhurðunum er 4m að breidd og 4,2m að hæð með rafopnun og fjarstýringu.  Tvær stærðir eru í boði. Endabil sem er 160,4 fm auk millilofts sem er 28,4 fm í heildina 188,8 fm að stærð. Verð: 30.500.000 Miðjubil sem er 79,8 fm auk mllilofts sem er 22,1 fm í heildina 101,9 fm að stærð. Verð: 15.500.000 Lóðin er leigulóð og skilast hún grófjöfnuð. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 15.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Hásteinsvegur

Stokkseyri

Einbýli 186 fm 6 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Hásteinsvegur 3, Stokkseyri Um er að ræða 125,4 fm einbýlishús ásamt 60,7 fm frístandandi bílskúr.  Húsið er byggt úr timbri árið 1979 og bílskúrinn árið 1981. Að utan er húsið klætt með liggjandi timburklæðningu.  Bárujárn er á þaki. Forstofa flísalögð þar er skápur.  Alls eru fjögur svefnherbergi í húsinu þar af eitt forstofuherbergi (lagnir fyrir vask) öll með parketi og  eitt með skáp.  Auk þess er lítið herbergi/geymsla.   Stofa er parketlögð.  Eldhús er flísalagt þar er eikarinnrétting og flísar milli skápa. Baðherbergi er flísalagt þar er sturta, handklæðaofn og innrétting. Þvottahús er flísalagt þar er bakinngangur.  Innaf þvottahúsi er búr.  Verönd er á baklóð með heitum potti. Bílskúr er með steyptri gólfplötu.  Um 25 fm stúdíóíbúð er innréttuð í enda bílskúrsins.  Bílskúrinn er upphitaður með afrennsli af húsinu.   Mjög stórt bílaplan.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 35.000.000 kr.

Þak yfir höfuðið
Fyrir þína hagsmuni

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar