480-2900

Finnsbúð 18, Þorlákshöfn

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 402350
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Finnsbúð 18, Þorlákshöfn.

Um er að ræða fasteign sem staðsett er í enda botlanga með fallegt útsýni yfir sjóinn. Húsið er staðsteypt einbýlishús sem er 229,4 fermetrar þar af 37 fermetra bílskúr. Húsið er byggt árið 2006. Á þaki er dúkur. 

Forstofa: Flísalögð með forstofuskáp.  
Forstofusalerni: Við forstofu á vinstri hönd, er snyrting með vegghengdu salerni og handlaug á nettri hvítri innréttingu.
Herbergjagangur: Frá forstofurými tekur við herbergjagangur sem er með sjónsteyptan vegg og innfeldri lýsingu. Útgengt er af herbergjagangi á yfirbyggða verönd. Af ganginum er gengið strax til vinstri í eldhús sem er opið í eitt með samliggjandi stofu.
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott með fallegri eikarinnréttingu með stórri eyju. Dökkir háskápar eru í enda eldhússins. Útgengt er úr eldhúsi á yfirbyggða verönd. 
Stofa: Stofan og eldhúsið mynda opið bjart rými með stórum og miklum gluggum út í suðurgarð. Stór horngluggi  í stofunni tryggir tengsl úti -og innirýmis og útsýni yfir sjóinn.
Hjónaherbergi: Í hjónaherbergi er harðparket á gólfi og góðir skápar.
Þrjú barnahabergi: Harðparket er á gólfi í herbergjum og fataskápar í öllum nema einu. 
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, fallegri eikar innréttingu, upphengdu salerni og sturtu. 
Þvottahús: Þvottahúsið er flísalagt. 

Bílskúr: Skúrinn er 37 femetrar að stærð með flísalögðu gólfi. 


 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Einbýli
Stærð: 229 m2
Herbergi: 5
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2006
Bílskúr/skýli: 1
Fasteignamat: 33.300.000 kr.
Brunabótam: 73.470.000 kr.
Verð: 59.900.000 kr