480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Flatir

Selfoss

Sumarhús 85 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Flatir lóð 6, Skeiða- Gnúpverjahreppi Um er að ræða 85,2 fm sumarhús á 4.953 fm eignarlóð rétt ofan við þéttbýliskjarnann í Árnesi. Mjög víðsýnt er frá húsinu.  Húsið er hitað með hitaveitu.  Ljósleiðari er í húsinu.  Húsið stendur á steyptum sökkli með steypta plötu, gólfhitalagnir eru ísteyptar með stýringum.  Að utan er húsið klætt með liggjandi bjálkaklæðningu.  Litað stallað járn er á þaki.  Loft eru upptekin eingangruð, plöstuð og með rafmagnsgrind, eftir er að klæða upp í loft.  Veggir eru klæddir með panil.  Á gólfum er plastparket. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu. Eldhús er með lítilli bráðabirgðainnréttingu.  Útgönguhurðir eru úr holi og stofu út á fyrirhugaðann pall.   Baðhebergi er með máluðu gólfi, innréttingu og sturtuklefa, tengi fyrir þvottavél. Geymsla er við húsið þar sem inntök eru.  Eftir er að klæða veggi og leggja gólfefni á  tvö svefnherbergi en gólfefni á þau fylgja. Eftir er að ganga frá áfellum við glugga og útihurðir. Eftir er að klæða loft.   Lítill geymsluskúr er á lóðinni. Eignin er staðsett í um 2,5 km frá  Árnesi og um 44 km frá Selfossi. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 0 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Vorsabær

Selfoss

Lóð 65535 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Vorsabær 1 166501 Um er að ræða jörðina Vorsabæ 1 landnúmer 166501 sem er 78,7 ha. Landið er gróið og hentar vel til ræktunar. Jörðin er á skipulagi sem landbúnaðarsvæði. Á landinu stendur hesthús í tvennu lagi, byggt annarsvegar 1974, 219 m2.  Hesthúsið er einangrað og klætt með járni og krossvið á veggjum.  2,5 m haugkjallari er undir hesthúsinu. Í húsinu er stíur fyrir 32 hross. Hesthúsið var endurnýjað árið 1995.  Hluta hesthússins hefur verið breytt í fjárhús. Hlaða, byggð árið 1973, 135,0 m2.  Hlaðan er óeinangruð.  Hluti hlöðunnar er nýttur sem reiðskemma. Þessi hús eru sambyggð.  Gerði fyrir hross eru við húsin.        Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 39.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Eyrargata

Eyrarbakki

Einbýli 126 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Um er að ræða einbýlishúsið Bræðraborg á Eyrarbakka sem er í heildina 126,4 fm. að stærð, 63,2 fm hæð og 63,2 fm. kjallara.  Húsið er steinsteypt, byggt árið 1947.  Að utan er það kætt með bárujárni og bárujárn er einnig á þaki.  Klæðning og þakjárn er frá árinu 2011.  Á hæðinni er anddyri, borðstofa, eldhús, baðherbergi, rúmgott svefnherbergi og stofa.  Í kjallaranum eru tvö rúmgóð svefnherbergi, geymsla, þvottahúsog hol.  Bakinngangur er einnig í húsið í kjallaranum.  Öll gólf eru flísalögð. Í eldhúsinu er nýleg hvít innrétting, á baðinu sem er flísalagt í hólf og gólf er hvít innrétting, sturtuklefi og handklæðaofn.  Stigi liggur úr borðstofu niður í kjallarann. Raflagnir og hitalagnir hússins eru nýlegar, eða frá árinu 2011.  Bætt var við einangrun í loft og settur nýr pappi og nýtt járn á þakið sama ár auk þess sem skipt var um alla glugga og klæðningu hússins. Inntök kaldavatns og rafmagns eru nýleg. Lóðin er stór og gróin. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 24.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Klængsbúð

Þorlákshöfn

Parhús 196 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Klængsbúð 10, Þorlákshöfn Um er að ræða skemmtilega hannað og vandað 196,8 fm parhús þar af er  36,6 fm sambyggður bílskúr. Húsið er steinsteypt og byggt árið 2013. Að utan er húsið múrað og málað en litað járn er á þaki. Að innan er húsið þrjú svefnherbergi, fataherbergi,eldhús, sjónvarpshol,stofa, baðherbergi, geymsla og þvottahús. Bílskúrinn er sambyggður og er innangengt í hann úr geymslunni. Harðparket er eldhúsi, stofu, sjónvarpsholi, hjónaherbergi og fataherbergi. Plastparket er á tveimur herbergjum en það fylgir harðparket með fyrir þau herbergi. Steinn er á gólfi í forstofu, geymslu, þvottahúsi og bílskúr. Í eldhúsi hvítinnrétting frá Concepta. Upptekið loft er í stofu og eldhúsi. Út gengt er úr stofu og þvottahúsi á baklóð. Lóðin er þökulögð.  Möl er í plani. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 37.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Holræsa- og stífluþjónusta suðurlands ehf

Selfoss

Atvinnuh. 0 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Holræsa og stífluþjónusta Suðurlands Til sölu þekkt fyrirtæki í holræsa- og stífluþjónustu og tengdri starfsemi staðsett á Selfossi. Fyrirtækið hefur mjög góða verkefnastöðu m.a. með þjónustusamninga við nokkur nágranna sveitafélög um losun rotþróa. Fyrirtækið hefur verið starfrækt af núverandi eigendum síðan 1995. Fyrirtækið er búið öflugum tækjabúnaði m.a. til losunar á rotþróm, stíflulosunar og myndunar á lögnum.  Á ársgrundvelli eru fjórir starfsmenn. Fyrirtækið er staðsett í leiguhúsnæði sem hentar vel fyrir starfsemnina. Möguleiki er á áframhaldandi langtímaleigusamningi um það húsnæði eða kaup á því. Vinsamlegast hafið samband við sölumenn Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi fyrir nánari upplýsingar.    Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 0 kr.

Þak yfir höfuðið
Fyrir þína hagsmuni

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar