480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Hallkelshólar lóð

Selfoss

Sumarhús 190 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Um er að ræða sumarhús sem er í heildina 150,4 fm. að stærð.  Húsið er hæð og kjallari, hæðin er 74,2 fm. en kjallarinn 76,2 fm.  Að auki er 40 fm. geymsla/gestahús við húsið.  Húsið er byggt úr timbri árið 2004 og er klætt að utan með liggjandi bjálkaklæðningu en litað járn er á þaki. Geymslan/gestahúsið er ekki að fullu klætt að utan.   Að innan er sumarhúsið stofa, hol, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og forstofa. Plastparket er á herbergjunum og stofunni en flísar á öðrum gólfum. Í eldhúsinu er eikarspónlögð innrétting.  Á baðinu er eikarspónlögð innrétting, sturtuklefi og upphengt wc. Upptekið loft er í stofu og eldhúsi.   Útgengt er á veröndina úr stofu.  Í kjallaranum er eitt opið rými plastparketlagt, tvær geymslur, önnur plastparketlögð en hin flísalögð og gangur sem er flísalagður.  Útgengt er á tvo vegu úr kjallaranum.  Geymslan/gestahúsið er ekki að fullu klárað.  Við húsið er stór sólpallur.  Skv. lóðarleigusamningi eru 27 ár eftir af samningnum. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 21.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Reynivellir

Selfoss

Einbýli 197 fm 5 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Reynivellir 3, Selfossi.  Fasteign sem býður uppá mikla möguleika.  Um er að ræða 145,3 fm. einbýlishús á Selfossi ásamt 52,1 fm. bílskúr, samtals 197,4 fm. Húsið er byggt úr timbri upphaflega árið 1945 en árið 2000 var byggð við húsið bílskúr og tengibygging. Húsið er klætt að utan með liggjandi timburklæðningu en bárujárn er á þaki. Að innan hefur húsið verið töluvert endurnýjað. Komið er inní flísalagða forstofu, þar innaf er gestasalerni og þvottahús. Stigi er úr forstofu uppá efri hæðina og einnig niður á neðri hæðina.   Á efri hæðinni er eldhús með hvítri innréttingu, stofa og borðstofa sem eru opin í eitt. Útgengt er úr borðstofu út á svalir. Upptekið loft er á allri efri hæðinni. Flísar eru á allri hæðinni Á neðri hæðinni er herbergjagangur, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymsla. Flísar eru á gólfi í herbergjaganginum en parket er á tveimur herbergjum og dúkur á einu. Á baðherberginu sem er flísalagt er baðker með sturtuhengi, upphengt wc og eikarspónlögð innrétting.  Innangengt er úr þvottahúsi í bílskúr. Málað gólf er í bílskúr. Álflekahurð með rafmagnsopnara. Útgengt er úr bílskúr á baklóð. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 45.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Fljótsbakki

Selfoss

Sumarhús 53 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Um er að ræða 53,5 fm. sumarhús á fallegri 6.834 fm. lóð úr landi Ásgarðs  með útsýni yfir Álftavatn.  Húsið er byggt árið 1986 úr timbri og er klætt að utan með standandi timburklæðningu en stallað járn er á þaki.  Húsið stendur á steyptum staurum.  Að innan er húsið þrjú svefnherbergi, stofa og eldhús sem eru opin í eitt rými, forstofa og baðherbergi.  Spónaparket er á öllum gólfum hússins og veggir og loft eru panilklædd.  Upptekið loft er í öllu húsinu. Í eldhúsinu er plastlögð innrétting.  Kamína er í stofunni. Útgengt er á sólpall úr stofu.  Á baðinu er sturtuklefi, vaskur og wc.  Við húsið er stór sólpallur með heitum potti.  Mjög fallegt útsýni er frá húsinu yfir Álftavatn.  Hitaveitan er frá Orkuveitu Reykjavíkur Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 26.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Miðtún

Selfoss

Raðhús 140 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Miðtún 9, Selfossi Um er að ræða snyrtilegt og bjart 140,7 fm endaraðhús. Húsið er steinsteypt, ein og hálf hæð. Að utan er húsið pokapússað og málað en bárujárn er á þaki. Eignin telur forstofu með náttúruflísum, forstofuherbergi með parketi, þvottahús, eldhús  með náttúruflísum og fallegri innréttingu frá Brúnás. Hlaðinn glerveggur skilur að hluta til stofu og hol. Úr holi er gengið niður í bjarta og rúmgóða parketlagða stofu og sjónvarpshol. Svalahurð sem snýr í suður liggur út úr stofu. Búið er að stúka af herbergi í stofu.  Úr holi er gengið upp parketlagðan stiga þar sem eru tvö svefnherbergi með plastparketi á gólfum, annað með skápum  og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, þar er innrétting, handklæðaofn og baðkar. Geymsluloft er yfir þvottahúsi.  Lóð er gróin. Malbik er í heimkeyrslu og hellulögð stétt við inngang.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 35.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Álftarimi

Selfoss

Fjölbýli 109 fm 3 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Álftarimi 1 íb. 303, Selfossi Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi byggðu 1982. Íbúðin er 79,5 m² ásamt 24,9 m² bílskúr og 5 m² geymslu í heildina 109,7 m 2 . Að innan telur eignin flísalagða forstofu, parketlagt hol, parketlagða stofu m/hurð út á svalir, parketlagt eldhús með kirsuberja eldhúsinnréttingu, tvö plastparketlögð svefnherbergi innaf öðru herberginu er fataherbergi, dúklagt baðherbergi m/innréttingu og baðkari. Þvottavélaaðstaða á baðherbergi. Ágæt sameign m/þurrkherbergi og reiðhjólageymslu. Svalir eru meðfram stofu og hjónaherbergi. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 20.500.000 kr.

Þak yfir höfuðið
Fyrir þína hagsmuni

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar