480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Þrándarlundur land

Selfoss

Einbýli 25317 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Íbúðarhús: Um er að ræða 217 m² einbýlishús ásamt 100 m² frístandandi bílskúr.  Húsið er byggt árið 1970 úr steinsteypu en bílskúrinn úr sama efni árið 1981. Að utan er húsið klætt með canexel klæðningu en bárujárn er á þaki.  Ryðblettir eru í þakjárninu.  Gluggar eru taldir vera upphaflegir.  Húsið er kjallari og hæð sem er á tveimur pöllum.  Á hæðinni er flísalögð forstofa, plastparketlagt hol, flísalagt eldhús með hvítri innréttingu, plastparketlögð borðstofa, plastparketlögð stofa með arni, plastparketlagt herbergi með sturtu, flísalögð snyrting með wc og vaski.  Upptekin loft eru stofu, borðstofu og holi.  Stigapallur er lagður plastparketi.  Fjögur plastparketlögð herbergi með uppteknum loftum eru þar auk flísalagðs baðherbergis sem er með sturtu vaski og wc. Fataskápar eru í þremur herbergjanna. Í kjallaranum eru tvö plastparketlögð herbergi, flísalagt eldhús með plastlagðri innréttingu, þvottahús án gólfefna, flísalagður bakinngangur og flísalagt baðherbergi með sturtu og wc.  Húsið er hitaveitukynt. Hellulögð stétt liggur að útidyrum.    Bílskúr: Bílskúrinn er steinsteyptur, 100 m² að stærð.  Að utan er hann pokapússaður og málaður.  Bárujárn er á þaki. Tvær innkeyrsluhurðir eru á skúrnum. Gryfja er í gólfi.   Lóð: Áætluð landstærð er 2,5 - 3 ha.   Lóðin næst húsinu er 1,6 ha. að stærð og er gróin. Sjá meðfylgjandi lóðarblað. Á lóðinni stendur heitur pottur.  Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang til þess. Seljandi hvetur kaupanda til að fá sér óháðan matsmann til að skoða eignina áður en gengið er frá kaupsamning. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 43.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Heiðmörk

Selfoss

Einbýli 243 fm 7 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Heiðmörk 1A, Selfossi Um er að ræða glæsilegt vel staðsett einbýlishús með glæsilegum garði. Húsið er steinsteypt,  skráð 198,9 fm auk frístandandi 45 fm bílskúrs sem innréttaður hefur verið sem íbúðarrými.  Húsið er byggt árið 1976.  Stimpilsteyptar stéttar og skjólgóð timburverönd með tveimur heitum pottum. Á jarðhæð er forstofa, salerni, þvottahús, stofa og eldhús auk herbergis sem var hluti af stofunni.  Eldhúsið er stórt og þar er falleg innrétting, opið inn í borðstofu. Stofa með fallegum arni.  Á miðhæðinni eru þrjú svefnherbergi, hol og baðherbergi.  Á efstu hæðinni eru tvö herbergi og hol.  Alls eru sex svefnherbergi í húsinu. Gólfefni eru parket og flísar. Frístandandi stúdíó íbúð, fallega innréttuð með sér inngangi.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 63.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Grýluhraun

Selfoss

Lóð 0 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Grýluhraun 12, Miðengi, Grímsnes og Grafningshreppi Um er að ræða 8.700 fm. sumarhúsalóð sem er eignarlóð. Lóðin er kjarri vaxin.    Lokað hlið er að Farengi, góðir vegir, heitt og kalt vatn komið að lóðamörkum ásamt rafmagni. Starfandi er félag sumarhúsaeiganda á svæðinu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 3.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Þrándartún

Selfoss

Einbýli 114 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Þrándartún 3, Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Um er að ræða  114,6 fm. einbýlishús.  Húsið er timburhús klætt með litaðri bárujárnsklæðnigu og viðar/trefjaklæðningu, er byggt 2009. Lýsing eignar: Húsið er á byggingarstigi og er ókynt. Eftir er að leggja hitalagnir og steypa ílögn. Búið er að einangra útveggi og loft og er að mestu plastað, en frágang vantar á rakasperru. Gluggar og útihurðir eru íkomnar, en vantar upp á frágang. Vantar upp á ýmsan frágang að utan, m.a. að klæða undir þakskyggni. Niðurföll vantar á þakrennur. Sýnileg mygla í eign, m.a. í krossvið útveggja og í gluggum. Húsið er skráð á byggingarstig 4. Væntanlegum kaupanda er bent á að kynna sér stöðu teikninga og áfangaúttekta. Seljandi mun ekki sjá um né kosta framkvæmdir eða breytingar vegna þessa, heldur er það á ábyrgð kaupanda. ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 0 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Miðholt

Selfoss

Parhús 149 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Miðholt 23, Reykholti, Bláskógabyggð Um er að ræða 149,1 m², timbur parhús  ásamtmt bílskúr. Íbúð er skráð 111,8 fm. og bílskúr 37,3 fm. eða samtals 149,1 fm. 4herbergi.  Húsið er timburhús, byggt árið 2006. Lóð í órækt og möl í innkeyrslu. Lýsing eignar: Anddyri með skáp. Þvottahús innaf anddyri og þar einnig innangengt í bílskúr með innkeyrluhurð og hurð út á lóð. Geymsla innaf bílskúr. Úr anddyri er komið í hol, þar sem opið er í stofu/borðstofu og eldhús. Eldhús með ljósri innréttingu með eyju. Aðgengi út á lóð úr borðstofu. Herbergjagangur. Þrjú herbergi, skápar í einu þeirra. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með upphengdu klósetti, ljósri innréttingu og baðkari með sturtu. Gólfefni eru Flísar, harðparket og steypt gólf í bílskúr. Rakaskemmdir í eign, sérstaklega í bílskúr. Skemmdir á innréttingum og gólfefnum. Opnanleg fög/lokanir í ólagi. Fara þarf í viðhald á þakkanti. ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.   Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 28.500.000 kr.

Þak yfir höfuðið
Fyrir þína hagsmuni

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar