480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Brandshús

Selfoss

Einbýli 171 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Brandshús 5, Flóahreppi Um er að ræða 132,8 fm einbýlishús ásamt 39,1 fm sambyggðum bílskúr, samtals 171,9 fm .  Húsið er steinsteypt, byggt árið 2006.  Að utan er húsið steinað með ljósu kvarsi en litað járn er á þaki.  Gluggar og útihurðir eru úr furu. Að utan er húsið fullbúið.  Að innan er húsið þrjú svefnherbergi, stofa, hol, herbergjagangur, eldhús, baðherbergi og þvottahús.  Plastparket er á öllum gólfum nema baði, forstofu og þvottahúsi en þar eru flísar.  Í eldhúsinu er eikarspónlögð innrétting.  Á baðinu er eikarspónlögð innrétting, sturtuklefi og baðker.  Innihurðir eru eikarspónlagðar.  Upptekin loft eru í stofu, holi og eldhúsi.  Útgengt er úr stofu á lóðina.  Einnig er útgengt á lóð úr þvottahúsi.  Innangengt er úr þvottahúsi í bílskúrinn.  Húsið er rafkynt.  Hitalagnir eru í gólfum.  Bílskúrinn er 39,1 fm og er fullbúinn.  Flísar eru á gólfi og skúrinn er fullmálaður.  Geymsluloft er yfir hluta skúrsins.  Innkeyrsluhurðin er álflekahurð.  Lóðin er 2.016,0 fm leigulóð.  Lóðin er þökulögð.     Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 27.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Fannahvarf

Kópavogur

Fjölbýli 112 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Fannahvarf 4, Kópavogi Um er að ræða bjarta og snyrtilega 112,2 fm. endaíbúð, á annarri hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2005.  Húsið er byggt úr forsteyptum einingum og er steinað að utan en bárujárn er þaki. Sérinngangur er í íbúðina. Íbúðin er þrjú svefnherbergi, stofa, hol, eldhús, baðherbergi, anddyri, geymsla og þvottahús. Anddyrið er með náttúruflísum á gólfi og þar er fataskápur.  Flísalagður stigi liggur upp í íbúðina. Við stigapallinn er geymslan sem í dag er nýtt sem tölvuherbergi. Holið er flísalagt.  Stofan er með niðurlímdu parketi en útgengt er úr stofunni á svalirnar.  Eldhúsið er með Náttúruflísum á gólfi og eikarspónlagðri innréttingu.  Herbergjagangur er parketlagður.  Svefnherbergin þrjú eru parketlögð og öll með fataskápum.  Á baðinu eru náttúruflísar á gólfi en hvítar flísar á veggjum.  Þar er eikarspónlögð innrétting, baðker með sturtu, handklæðaofn og upphengt wc. Lóðin er sameiginleg, hún er þökulögð við bakhlið hússins og til hliðar við það.  Hellulagðar stéttar eru framan við hús.  Sameiginleg hjólageymsla er bakatil í húsinu á neðri hæð. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 43.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Búðarstígur

Eyrarbakki

Einbýli 135 fm 5 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Um er að ræða 135 fm einbýlishús, hæð og ris sem byggt var úr timbri árið 1911 en byggt var við húsið árið 1965.  Hæðin er skv. þjóðskrá 90,5 fm. en risið 44,7 fm.  Að utan er húsið klætt með bárujárni og bárujárn er einnig á þaki.  Á hæðinni er stofa, borðstofa, eldhús, svefnherbergi með fataherbergi innaf, baðherbergi, þvottahús, forstofa og lítil geymsla undir stiga.  Í risinu eru þrjú svefnherbergi og gott hol.  Í eldhúsinu er eldri innrétting og plastparket á gólfi.  Plastparket er á gólfum í stofu og borðstofu.  Útgengt er úr sborðstofunni á sólpall við húsið.  Á baðinu sem er flísalagt í hólf og gólf er hvít innrétting, stór sturtuklefi, upphengt wc og handklæðaofn.  Forstofan er flísalögð.  Þvottahúsið er með máluðu gólfi.  Stigi upp í risið er flísalagður.  Holið í risinu er með spónaparketi á gólfi en loft er panilklætt. Herbergin þrjú eru plastparketlögð.  Kjallari er undir hluta hússins og er gengið í hann að utanverðu. Kjallarinn er ekki inni í fermetrafjölda hússins.  Um 40 fm. sólpallur með heitum potti er við húsið. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 22.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Austurvegur

Selfoss

Atvinnuh. 266 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Austurvegur 6 skrifstofurými. Um er að ræða skirfstofuhúsnæði sem er í heildina 266,3 fm að stærð.  Húsnæðið er hæð og kjallari.  Hæðin er 132,3 fm.  Þar eru tvær rúmgóðar skrifstofur auk opins afgreiðslurýmis og bakinngangs.  Í kjallaranum eru kaffistofa, tvær snyrtingar ,fundaherbergi, tvær geymslur, tæknirými og peningaskápur.  Innréttingar eru mahoganyspónlagðar. Gólfefni eru dúkflísar að mestu.  Lyfta er í húsinu.  Bílastæði eru framanvið  húsið  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 45.000.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Laxabakki

Selfoss

Lóð 260 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Laxabakki 1, Selfossi Um er að ræða 854,7 fm. eignarlóð í Fosslandi á Selfossi.  Á lóðinni má byggja einbýlishús á einni hæð. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 5.000.000 kr.

Átt þú rétt á slysa- eða skaðabótum?
Við erum þínir umboðsmenn

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar