480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Hrauntún, flóahreppi

Selfoss

Einbýli 107 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Hrauntún, Flóahreppi     Í EINKASÖLU. Um er að ræða mjög snyrtilegt og nýlega uppgert 107,0 fm timbureinbýlishús. Tilvalið fyrir fólk sem vill ró og næði og vera í sveit rétt við þéttbýli. Eignin er staðsett rétt austan við Selfoss í 801 Selfoss.  Húsið er SG-einingahús sem er byggt árið 1982. Eignin telur flísalagða forstofu, þar innaf er flísalagt þvottahús og geymslu, í þvottahúsi eru inntök og forhitari. Eldhús og stofa er opið í eitt.  Stór hvítlökkuð innrétting með eyju og límtrésborðplötu.  Innfelld uppþvottavél og ísskápur.  Þrjú rúmgóð svefnherbergi þar af eitt með skápum.  Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf þar er innrétting, sturta, upphengt salerni og handklæðaofn. Yfirfelldar eikarinnihurðir. Víðsýnt er frá húsinu. Húsið er allt nýlega málað. Húsið er klætt að utan með standandi timburklæðningu. Hitaveita. Pallur er fyrir framan hús og er lóðin afgirt. Útigeymsla á lóð fylgir. Kjörin eign fyrir þá sem vilja vera svolítið útaf fyrir sig.  Nýlegur lóðarleigusamningur til 50 ára.   Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 24.500.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Suðurbraut

Selfoss

Einbýli 193 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Suðurbraut 2, Tjarnabyggð, Sveitarfélaginu Árborg Um er að ræða 193,5 fm einbýlishús á 15.735 fm eignarlóð í búgarðabyggðinni Tjarnabyggð.  Húsið er timburhús byggt árið 2007.  Að utan er húsið klætt með áli og harðvið.  Á þaki er bárujárn.  Flísalögð forstofa.  Innangengt er í bílskúr úr forstofu.  Hol, stofa og eldhús er opið í eitt.  Svalahurð er úr stofu út á fyrirhugaðann pall. Stofan og holið  er plastparketlagt.  Eldhús er flísalagt.   Þrjú svefnherbergi með plastparketi.  Baðherbergi er flíslagt í hólf og gólf , baðkar og sturta. Húsið skilast með nýju parketi í samráði við kaupendur og yfirfarið af málara.  Bílskúrinn er flísalagur og er hann innréttaður sem íbúð.  Þar er baðherbergi með sturtu og eldhúsinnrétting með tengi fyrir þvottavél.  Bílskúrshurð er til staðar en klætt er fyrir hana að innanverðu.  Leigumöguleikar.  Loft eru gifsklædd. Gólfhitalagnir ísteyptar í anhýdrýt ílögn.   Lokaúttekt byggingarfulltrúa hefur farið fram. Búið er að planta trjám í lóðina.  Landið er afgirt.  Grasflöt er við húsið.  Skv. skipulagi er heimilt að byggja allt að 1.500 fm á lóðinni sjá nánar deiliskipulag.  Mikið fuglalíf er á svæðinu.  Tilvalið fyrir hestafólk, góðar útreiðaleiðir. Ljósleiðari.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 44.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Fannahvarf

Kópavogur

Fjölbýli 112 fm 4 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Fannahvarf 4, Kópavogi Um er að ræða bjarta og snyrtilega 112,2 fm. endaíbúð, á annarri hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2005.  Húsið er byggt úr forsteyptum einingum og er steinað að utan en bárujárn er þaki. Sérinngangur er í íbúðina. Íbúðin er þrjú svefnherbergi, stofa, hol, eldhús, baðherbergi, anddyri, geymsla og þvottahús. Anddyrið er með náttúruflísum á gólfi og þar er fataskápur.  Flísalagður stigi liggur upp í íbúðina. Við stigapallinn er geymslan sem í dag er nýtt sem tölvuherbergi. Holið er flísalagt.  Stofan er með niðurlímdu parketi en útgengt er úr stofunni á svalirnar.  Eldhúsið er með Náttúruflísum á gólfi og eikarspónlagðri innréttingu.  Herbergjagangur er parketlagður.  Svefnherbergin þrjú eru parketlögð og öll með fataskápum.  Á baðinu eru náttúruflísar á gólfi en hvítar flísar á veggjum.  Þar er eikarspónlögð innrétting, baðker með sturtu, handklæðaofn og upphengt wc. Lóðin er sameiginleg, hún er þökulögð við bakhlið hússins og til hliðar við það.  Hellulagðar stéttar eru framan við hús.  Sameiginleg hjólageymsla er bakatil í húsinu á neðri hæð. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 44.900.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Fell "jökulsárlón"

Höfn í Hornafirði

Lóð 65535 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Fell (Jökulsárlón) í Suðursveit   Til sölu er jörðin Fell – en á jörðinni er m.a. Jökulsárlón.   Um er að ræða jörð sem felur í sér eina þekktustu náttúruperlu landsins en svæðið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu.  Jörðin býður upp á  fjölbreytileika í ferðaþjónustu og útivist. Miklir tekjumöguleikar eru á svæðinu sem eru nánast eingöngu nýttir með bátsferðum í dag. Jafnframt eru miklir möguleikar í veitinga- og vörusölu samanborið við svipaða ferðamannastaði á landinu þar sem uppbygging hefur farið fram.   Ljóst er að mikil tækifæri felast í þeim rúmlega 416 þúsund erlendu gestum og 62 þúsund íslendingum sem áætlað er að  heimsæki Jökulsárlón árlega. Gestafjöldi þar hefur farið hækkandi með hverju ári eins og víðast annarsstaðar.     Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að ferðamenn hafi m.a. stundað ísklifur og íshellaskoðun á jörðinni.  Þó nokkuð er um hella á svæðinu og má þá nefna Brúsahelli og Skjól sem eru vinsælir. Áhugaverðir staðir á jörðinni Fell eru m.a. Fjallið Fell, Mjósundagil, Fellsfoss, Fellsá, Stemmulón, áin Stemma, Fiskivatn, Veðurárlón, Veðurá og Hrollaugshólar, auk þess sem fjölskrúðugt dýralíf er á svæðinu; selur, rjúpa, önd, gæs, hreindýr, lax og bleikja svo fátt eitt sé nefnt.  Ljóst er að hægt er að gera út mjög margvíslega ferðaþjónustu á svæðinu.  Jörðin er vinsælt myndefni og hafa þekktar kvikmyndir verið myndaðar á svæðinu svo sem eins og James Bond – Die another day, A view to a kill,  Tomb Rider með Angelinu Jolie og nýjasta tónlistarmyndband Justin Bieber (I´ll show you) ásamt fleirum. Kvikmyndagerð og ljósmyndun hafa skilað tekjum í gegnum árin. Á jörðinni hefur verið deiliskipulagt nýtt 50 ha. svæði. Með þessu er búið að skilgreina ramma um mannvirkjagerð til að hægt sé með góðu móti að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og meiri breidd í ferðaþjónustu án þess að valda skaða á svæðinu.  Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir byggingum sem hýsa eiga ýmsa þjónustu á svæðinu. Gert er ráð fyrir 1500 fermetra byggingu sem hýst getur ýmsa þjónustu- og veitingastarfsemi og 1000 fermetra byggingu undir aðra þjónustu. Jafnframt er gert ráð fyrir 600 fermetra af skýlum fyrir tækjabúnað.  Hægt er að hefja uppbyggingu í áföngum. Jörðin er talin um 10 þús ha. og fellur Jökulsá á Breiðamerkursandi um land jarðarinnar. Mörkin eru við Nýgræður að vestan, en að austan nær jörðin að Fellsá. Ferðaþjónusta hefur verið stunduð á jörðinni undanfarin ár, einkum siglingar með ferðamenn á Jöklulsárlóni og er leigusamningur um siglingar á lóninu til 2024.  Leigusamningurinn nær eingöngu til lítils hluta af landsvæði Fells og er það skýrt afmarkað með vísun í eldra deiliskipulag frá júní 1988. Rekstraraðili á þau færanlegu mannvirki sem standa við lónið, og fylgja þau ekki með jörðinni. Nýtt deiliskipulag sem þegar hefur tekið gildi gerir ráð fyrir að mannvirkin verði fjarlægð og ummerki um bílastæði og umferð verði afmáð.  Aðrir samningar eru ekki um eignina.              Landamerki: 1. Að austan milli Fells og Reynivalla er að Fellsárfoss ber í mitt Hrollaugshólaskarð, og er sú beina lína í sjó sem þá verða fjörumörk. 2. Landa og fjörumörk að vestan milli Borgarhafnarhrepps og Hofshrepps er varða hlaðin á fjörunni vestan við hornið á Nýgræðunum sem á að bera í Hálfdánaröldu uppi undir jökli og í Kaplaklif í Máfabygðum og er ˛að bein lína á milli Fells og Breiðamerkurlanda og fjörumörk. Þetta eru einnig mörk milli hreppanna Borgarhafnarhrepps og Hofshrepps. Jarðarinnar er fyrst getið í heimildum um árið 1500, en talið er að þar hafi verið hálf kirkja til forna, en jörðin fór í eyði 1873. Samkvæmt heimildum var landið gott til beitar á árum áður, og er raunar enn að stórum hluta, en land vestan við Jökulá, svokallaðar Nýgræður, hafa gróið mjög upp á síðustu 100 árum. Þá er nokkur túnrækt og kornrækt á eystri hluta jarðarinnar. Veiðihlunnindi fylgja jörðinni. M.a. lax og silungsveiði. Lax í Jökulsárlóni, jökulsá, Fellsá.  Bleikja og urriði í Stemmulóni og Fiskivatni.   Hluti jarðarinnar er þjóðlenda sbr dóm Hæstaréttar í máli nr. 345/2005 Sala á jörðinni Felli fer eftir ákvæðum VI kafla laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu (NSL)   Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.   Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 0 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Gagnheiði

Selfoss

Atvinnuh. 174 fm 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Gagnheiði 59, Selfossi Um er að ræða endabil í iðnaðarhúsnæði í Gagnheiðinni á Selfossi. Gólfflötur þess er 134,1 fm en einnig er í því milliloft sem er 40,3 fm. auk tæknirýmis sem er 2,5 fm. Á milliloftinu er innréttuð kaffistofa og snyrting.  Húsið er stálgrindarhús byggt árið 2000. Lóðin er 2.061,0 fm. sameiginleg með öðrum bilum í lengjunni en heimilt er að byggja meira á henni. Plan framan við hús er malbikað.   Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
Verð: 18.000.000 kr.

Þak yfir höfuðið
Fyrir þína hagsmuni

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar